EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4948

Title
is

Þáttagreining Skimunarlista einhverfurófs og samanburður við Ofvirknikvarðann

Abstract
is

Markmið rannsóknarinnar var að kanna þáttabyggingu skimunarlista einhverfurófs (Autism Spectrum Screening Questionnaire). Annað markmið var að skoða tengsl skimunarlista einhverfurófs og ofvirknikvarðans (Attention-deficit Hyperactivity Disorder Rating Scale IV) til að kanna hvort þau endurspegluðu samslátt raskananna. Listinn Spurningar um styrk vanda (Strength and difficulties Questionnaire) var einnig notaður til að kanna réttmæti þátta ASSQ sem og til að skýra betur tengsl ASSQ og ADHD listanna. Úrtakið var 319 börn á aldrinum 6 til 13 ára, 123 stúlkur og 196 drengir. Úrtakið skiptist í ADHD hóp (n = 89) klínískan hóp (n = 61) og samanburðar hóp (n = 169). Þátttakendur komu ýmist frá Barna og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), Háteigsskóla, Álftamýraskóla eða Þroska og hegðunarstöð. Niðurstöður þáttagreiningar gáfu til kynna að undirliggjandi þættir væru þrír. Þættirnir voru nefndir félagslegir erfiðleikar, einhverfulík hegðun og prófessor. Þáttagreiningin var stöðug og í samræmi við fyrri rannsóknir auk þess sem fylgni við undirkvarða SDQ sýndi fram á réttmæti þáttanna. Samanburður ASSQ og ADHD listanna sýndi að ADHD hópurinn og klíníski hópurinn voru að skora hátt og voru að skora svipað á báðum listum. Fylgni á milli listanna var há en metið var að hana mætti skýra af félagslegum erfiðleikum sem báðir listar virðast vera að meta.

Accepted
05/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Þáttagreining ASSQ... .pdf431KBOpen Complete Text PDF View/Open