is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4956

Titill: 
  • „Örbirgð er glæpur.“ Skrif Halldórs Laxness sem baráttubókmenntir í ljósi eftirlendufræða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er sjónum beint að stöðu Íslands sem viðfangsefni eftirlendufræða. Farið er yfir helstu áhersluþætti og nálgunarleiðir fræðanna og skoðuð tengsl þeirra við aðrar vestrænar hugmyndastefnur, einkum marxíska hugmyndafræðigagnrýni, orðræðugreiningu Foucaults og femíníska gagnrýni. Þá er farið yfir mikilvægi þjóðernishyggju í samhengi nýlendustefnunnar og skoðað hvernig hugmyndir um þjóðir og mótun þjóðarímynda hafa gegnt stóru hlutverki í baráttu nýlenduþjóða fyrir sjálfstæði. Sérstök áhersla er lögð á áhrif bókmenntavakningar fyrir þjóðernishyggju og mótun þjóðarímynda, enda veigamikill þáttur í þeirri endurskoðun þjóðmenningar sem lögð er til grundvallar í endurreisnarstarfi og baráttu kúgaðra þjóða. Athygli er dregin að því hvernig þjóðir og þjóðarímyndir eru meðvitað skapaðar með því að draga fram ákveðin einkenni sem aðgreina þær frá öðrum þjóðum og hvernig þessar tilbúnu ímyndir leggja grunn að sjálfsmynd þjóðanna. Þá er þjóðarímyndar- og sjálfsmyndarsköpun Íslands könnuð og bent á hvernig hún er byggð upp á tveimur aðgreindum þáttum; annars vegar karllægri sjálfsmynd þjóðarinnar og hins vegar kvenlægri ímynd landsins.
    Í ljósi þjóðernishyggju og hlutdeildar bókmenntavakningar í baráttu kúgaðra þjóða er sjónum beint að hlutverki Halldórs Laxness og skrifa hans fyrir mótun íslenskrar þjóðernisvitundar og baráttuna fyrir pólitísku sjálfstæði. Skáldsögurnar Vefarinn mikli frá Kasmír og Salka Valka, ásamt ritgerðarskrifum hans frá þriðja áratug síðustu aldar, eru teknar fyrir og skáldsögurnar tengdar við þær hugmyndir sem birtast í greinum höfundarins og ritgerðum. Athygli er dregin að þeirri viðhorfsbreytingu sem greinanleg er í skrifum Laxness og felst í þeim áherslumun sem liggur í skáldsögunum, þar sem annars vegar er lögð áhersla á gildi nútímans fyrir menningu þjóðarinnar í Vefaranum, og hins vegar á hlutskipti öreiganna og gildi mannsæmandi lífsskilyrða fyrir menningu þjóðarinnar í Sölku Völku. Farið er ofan í saumana á sögunni um Sölku Völku og kannað hvernig hún endurspeglar hugmyndir höfundarins um mikilvægi upplýstra og siðmenntaðra lifnaðarhátta, sem koma fram í ritgerðum hans og menningargagnrýni. Rök eru færð fyrir því að þessi skrif falli að skilgreiningum eftirlendufræða á baráttubókmenntum þjóða.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritg.3.mai.pdf410.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna