is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4976

Titill: 
  • Samspil vinnsluminnis við lausn rökþrauta WASI greindarprófsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinnsluminni gerir upplýsingar sem verið er að vinna úr aðgengilegar fyrir úrvinnsluferli hugans. Eðlisgreind er hæfileikinn til að bregðast við aðstæðum á sem hagkvæmastan hátt. Þáttagreining WASI greindarprófsins bendir til að vinnsluminni gegni litlu eða engu hlutverki við lausnir rökþrauta prófsins. Þrautunum er ætlað að meta eðlisgreind og eru þær taldar óyrtar. Samspil lausna rökþrauta WASI og vinnsluminnis var kannað í tveimur tilraunum. Fyrri tilrauninni (32 þátttakendur) var ætlað að finna sambærilegt erfiðleikastig yrtra og óyrtra minnisverkefna afturvirks samanburðar (N-Back). Þeirri seinni (40 þátttakendur) var ætlað að sýna fram á hlutverk vinnsluminnis í rökþrautalausnum. Þar leystu þátttakendur þrautirnar ýmist einar og sér eða ásamt yrtum eða óyrtum minnisverkefnum afturvirks samanburðar. Val verkefna afturvirka samanburðarins byggði á niðurstöðum fyrri tilraunarinnar. Búist var við að árangur í rökþrautalausnum og afturvirkum samanburði yrði lakari í samhliða vinnslu en þegar þessi verkefni væru leyst ein og sér. Ef þrautirnar eru óyrtar þá ætti árangur í lausn þeirra með yrtum verkefnum að vera betri en með óyrtum verkefnum. Ekki var búist við að finna mun þarna á milli. Niðurstöður styðja tilgátur að mestu.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Omar_BS_Lokautgafa.pdf599.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna