is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4990

Titill: 
  • Líkamslýtaröskun: Áhættuþættir, skyldleiki við aðrar raskanir og meðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Líkamslýtaröskun hefur lítið látið fyrir sér fara í rannsóknum hér á vesturlöndum, þangað til nýlega (tilvist hennar var fyrst viðurkennd í ICD-10 og DSM-III). Samkvæmt DSM-IV-R einkennist hún af því að vera óhóflega upptekinn af „ímynduðum“ galla í útliti sínu og fylgja henni margir siðir, eins og stanslaus athugun í spegli eða samanburður við aðra. Í þessari grein er farið yfir helstu rannsóknir varðandi skilgreiningar á þessari röskun, þróun á matstækjum, áhættuþætti og meðferðarútkomur. Orsakir líkamslýtaröskunar eru að mörgu leyti óljósar, en erfðir, afbrigðileg heilavirkni, hugsunarvillur og skekkjur í athygli spila stórt hlutverk í þróun og viðhaldi hennar. Menning virðist ekki spila eins stórt hlutverk. Núverandi flokkun á líkamslýtaröskun sem líkömnunarröskun (somatoform disorder) virðist ekki eiga við, þar sem hún á talsvert meira sameiginlegt með átröskunum, félagsfælni og áráttu-þráhyggju. Rannsóknir á áhrifum meðferða við líkamslýtaröskun benda á ógagnsemi húðmeðferða og skurðaðgerða, sem og gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar og lyfjameðferðar. Á komandi árum væri æskilegt að rannsakendur myndu álykta enn frekar um orsakir líkamslýtaröskunar og þá sérstaklega hvort félagsfælni sé hugsanlegur forrennari hennar. Ennfremur þarf frekari rannsóknir á tengslum líkamslýtaröskunar við aðrar raskanir. Það leiðir til nákvæmari staðsetningar innan greiningarkerfa, sem og betri meðferðarúrræða.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LÍKAMSLÝTARÖSKUN-.pdf383.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna