is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5007

Titill: 
  • „Orð er á Íslandi til.“ Um tvímála orðabækur og þýðingar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni ritgerðarinnar er tvímála orðabækur með áherslu á erlend-íslenskar orðabækur. Fjallað er almennt um orðabókagerð og hugtakanotkun þar sem kynnt eru helstu hugtök í orðabókum eins og flettiorð, flettugrein, jafnheiti, viðfangsmál og markmál. Einnig eru nefnd hlutverk orðabóka með tilliti til skilnings, málbeitingar og þýðingar texta. Rætt er um tengsl orðabókagerðar og þýðinga, ásamt meðhöndlun menningarbundinna hugtaka sem er eitt af erfiðustu verkefnum orðabókahöfunda og þýðenda. Vikið er að þróun orðabóka í stuttu máli frá upphafi til okkar daga, en fyrstu íslensku orðabækurnar voru orðalistar með latneskum skýringum ritaðir á handrit á 17. öld. Mikil framþróun hefur síðan átt sér stað í orðabókagerð og er fjallað um einkenni og kosti rafrænna orðabóka, auk þess sem nokkrar íslenskar rafrænar orðabækur eru skoðaðar.
    Meginefni ritgerðarinnar er yfirferð allra erlend-íslenskra orðabóka sem út hafa komið. Orðabækurnar eru skoðaðar og flokkaðar samkvæmt ákveðnum viðmiðum. Umfjöllun um orðabækurnar er skipt niður í kafla eftir tungumálaætt í norður-germönsk mál, vestur-germönsk mál, rómönsk mál, slavnesk mál og önnur tungumál. Fjallað er um tilurð orðabókanna og á hvaða tungumálum flestar orðabækurnar eru skrifaðar. Nokkur íslensk lykilorðabókaverk eru kynnt og fjallað ítarlega um þau með hliðsjón af aðferðum og stefnu höfunda. Skoðaðar eru þær aðferðir sem höfundar nota við efnisval í orðabókunum með tilliti til hlutfalls fornyrða, nýyrða og samtímaorðaforða. Einnig er skoðað hvaða aðferðum er beitt við að spara rými, t.d. með notkun talna- og táknakerfis í stað kennimynda og nefndar nýstárlegar aðferðir eins og notkun tvílitar til að gera orðabókatexta skýrari og aðgengilegri. Helstu niðurstöður eru þær að ör þróun eigi sér stað í orðabókagerð þar sem tungumál eru í sífelldri þróun og hver og ein orðabók er því barns síns tíma. Allt bendir til þess að rafrænar orðabækur sé það form orðabókagerðar sem muni skipa stærstan þátt í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aslaug Anna Ordabaekur.pdf2.4 MBLokaðurHeildartextiPDF