EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/501

Title
is

Er örorkubótakerfið vinnuhvetjandi?

Abstract
is

Fimm lykilorð:
• Vinnuhvetjandi kerfi
• Hagkvæmni
• Jafnrétti
• Ungt fólk
• Framtíðin
Í þessu verkefni er fjallað um örorkubótakerfið og möguleika og ávinn-ing einstaklinga með skerta starfsgetu til að vera í vinnu á almennum vinnumarkaði eða fastri vinnu á vernduðum vinnustöðum. Örorkulíf-eyrisþegum hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega ungu fólki. Þess vegna má ætla að nauðsynlegt sé að kanna kostnað fyrir hið opinbera við að aðstoða þessa einstaklinga við að komast inn á vinnu-markaðinn aftur og bera þann kostnað saman við það ef einstakling-arnir væru á örorkubótum eingöngu.
Tekin eru dæmi um einstaklinga sem hafa verið metnir öryrkjar og gert greiðsluflæði yfir ráðstöfunartekjur þeirra og greiðslur hins opinbera vegna þeirra á tíu ára tímabili. Notast verður við núvirðisútreikninga í verkefninu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að í öllum tilvikum er ó-dýrast fyrir hið opinbera að einstaklingurinn sé eingöngu á bótum þegar litið er til tíu ára. Kostnaðurinn við að einstaklingurinn sé í vinnu á almennum vinnumarkaði verður þó alltaf minni einhverntíma á tímabil-inu. Kostnaður við að einstaklingurinn væri í fastri verndaðri vinnu var alltaf hæstur. Eitt dæmi var reiknað til 45 ára þar sem miðað var við mjög góðan árangur einstaklingsins á vinnumarkaði og borgaði það til-felli sig fjárhagslega fyrir hið opinbera, munur á núvirði var um 5 milljónir kr. Það kom einnig í ljós að ráðstöfunartekjur einstaklingsins hækka ekki mjög mikið við að fara á vinnumarkaðinn, fer allt niður í 25.000 kr. og enn minna við að vera í verndaðri vinnu. Því telur höfundur að það þurfi að breyta núverandi kerfi og gera það meira vinnuhvetjandi. Það er hagstæðara fyrir alla þegar til lengri tíma er litið.

Issued Date
01/01/2005


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
ororkub.pdf626KBOpen Er örorkubótakerfið vinnuhvetjandi? - heild PDF View/Open