is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5029

Titill: 
  • „Tom Bombadil er húsbóndi.” Vald, kúgun og anarkismi í Miðgarði Tolkiens
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru fantasíuverk J.R.R. Tolkiens tekin fyrir út frá skírskotun þeirra til baráttu góðs og ills í hinum raunverulega heimi. Ætlunin er ekki að lesa verkin sem táknsögur og læsa þannig merkingu þeirra heldur skulu þær lesnar sem goðsagnir. Í slíkum sögum leitast menn við að finna einhverjar vísbendingar, einhver „sannindi“ um eðli mannsins og mannlegs samfélags. Að því leyti falla verk Tolkiens vel inn í stjórnmálalega umræðu tuttugustu og tuttugustu og fyrstu aldarinnar, ekki síst út frá sjónarhorni frjálslynds sósíalisma/anarkisma. Fjarri veri það mér að taka svo stórt upp í mig að fullyrða að Tolkien hafi verið sósíalisti eða anarkisti en ég mun sýna fram á að í skrifum hans séu gildi þeirra stjórnmálastefna engu að síður höfð í heiðri.
    Þegar höfundur skrifar um baráttu milli góðs og ills á eins skýran hátt og Tolkien kemur fleira fram en yfirlýst stjórnmálaleg viðhorf hans. Þau gildi sem liggja að baki allri stjórnmálalegri og siðferðislegri hugsun eru lögð á borðið. Ástæðan fyrir því að verk Tolkiens náðu eins miklum vinsældum og raun ber vitni er sú að þau höfða til frelsis- og friðarþrár mannskepnunnar með skírskotunum sínum til stjórnmálalegra manngilda. Þau hafna valdbeitingu, drambi og græðgi og upphefja frelsi, jöfnuð og náungakærleika. Anarkisminn er bersýnilegastur í lýsingu Tolkiens á héraði hobbitanna en óbeinni skírskotanir til hans verða líka teknar fyrir. Sýnt verður fram á fasískt eðli hins illa og leiddar verða að því líkur að fasismi eigi sér lítinn bróður í kapítalismanum.
    Hringadróttinssaga, The Silmarillion og The Hobbit eru hér sett í samhengi við skrif anarkista eins og Harold Barclay og Rudolf Rocker, marx-lenínista eins Antonio Gramsci og Ernesto Ché Guevara, frjálslyndra sósíalista eins og Noam Chomsky og George Orwell, klassískra marxista eins og Antonio Negri, póst-marxista eins og Chantal Mouffe og aðra heimspekinga af ýmsum toga, t.d. Michel Foucault og Hönnuh Arendt. Þar að auki verður höfð hliðsjón af skrifum annarra um verk Tolkiens, eins og skrif Ármanns Jakobssonar og Roberts Eaglestone.
    Þessi ritgerð er í senn greining á hinum sanna boðskapi sígildra og mikilfenglegra ritsmíða Tolkiens og innlegg mitt í umræðuna um hvað megi byggja á rjúkandi rústunum þegar stéttasamfélagið er loksins hrunið.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tom Bombadil er husbondi - Simon Hjaltason.pdf908.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna