is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5038

Titill: 
  • Þróun /r/ í máltöku Fíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er hljóðfræðileg þróun /r/ í máltöku barna. Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Í þeim fyrri er fjallað um málhljóðið /r/ í íslensku sem er flókið og torlært. Kenning Roman Jakobson um máltöku er kynnt en hann taldi að börn lærðu málhljóð móðurmálsins stig af stigi með því að tileinka sér aðgreinandi þætti þeirra. Einnig er fjallað um fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslensku barnamáli, með áherslu á hljóðþróun og myndun /r/. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um þróun /r/ í máltöku íslenskrar stúlku, Fíu, á aldrinum níu mánaða og þriggja daga til fjögra ára, þriggja mánaða og sjö daga. Þróun /r/ í máli hennar hefur verið skipt í þrjú stig og er gerð grein fyrir hverju þeirra hljóðfræðilega og hljóðkerfislega. Á fyrsta stigi hefur Fía hvorki /r/ né /ð/ í máli sínu en í stað þessara hljóða notar hún skiptihljóðið /j/. Þetta gerir hún aðallega þegar /r/ er stakt í framstöðu og þegar /r/ eða /ð/ stendur á milli tveggja sérhljóða í innstöðu. Á öðru stigi fer Fía að mynda úfmælt [ʀ] en það hefur svipaðan myndunarstað og /j/. Hið úfmælta [ʀ] kemur aðallega fyrir í samhljóðaklösum í framstöðu og stendur þá næst á eftir lokhljóði. Það er áhugavert þar sem áður felldi Fía /r/ brott í þeirri stöðu. Úfmælt [ʀ] kemur einnig fyrir stakt í framstöðu. Á þriðja stigi hefur Fía tileinkað sér tannbergsmælt [r], eins og í máli fullorðinna, en alhæfir það nú á þann hátt að hún notar /r/ sem skiptihljóð fyrir /ð/. Þetta bendir til að hljóðin /ð/ og /r/ í íslensku séu mjög skyld hljóðkerfislega. Fyrstu tilraunir Fíu til að mynda /r/ koma fram sem nálgunarhljóðið [ɹ] en út frá því virðist hið tannbergsmælta /r/ þróast. /r/ hjá Fíu kemur fyrst fram í orðum sem hún hefur nýlega lært og breiðist þaðan út til orða sem hafa lengi verið hluti af orðaforða hennar. Innan orða virðist /r/ einnig koma fyrst fram í umhverfi þar sem Fía felldi það áður brott.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun r í máltöku Fíu.pdf825.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna