is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5059

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Kan du lide dansk? En undersøgelse af unge islændinges holdning til danskfaget i folkeskolen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Danska hefur verið kennd í öllum skólum á Íslandi sem skyldufag í áraraðir. Hún hefur alltaf verið mjög umdeild og þá sérstaklega af ungmennum landsins. Þar sem mér hefur fundist danska hafa fengið ansi harða og ósanngjarna gagnrýni langaði mig til að athuga hvernig þetta væri í raun og veru. Ég ákvað þess vegna að útbúa könnun sem ég sendi út til sex grunnskóla víðsvegar um landið. Einn 10. bekkur í hverjum skóla svaraði 12 spurningum sem allar tengdust dönsku eða Danmörku á einn eða annan hátt. Markmið mitt með þessari könnun var að komast að því hvaða viðhorf unglingar á Íslandi í dag hafa til dönsku og dönskukennslu og þá hvaða áhrifaþættir gætu haft áhrif á viðhorf þeirra.
    Til að byrja með í ritgerðinni greini ég frá sögu dönskukennslu á Íslandi, þar lýsi ég því sérstaka sambandi sem Ísland og Danmörk hafa haft sín á milli í gegnum tíðina. Einnig geri ég grein fyrir því hvers vegna danska er kennd sem skyldufag í öllum grunn- og menntaskólum landsins, þegar áhuginn fyrir henni virðist vera lítill sem enginn.
    Ég fer ítarlega í kennslufræði erlendra tungumála og skilgreini mikilvæg hugtök í því samhengi ásamt því að fara yfir nokkrar aðferðir sem notaðar hafa verið í sambandi við kennslu almennt. Ég mun síðan skilgreina hugtakið tungumálaviðhorf svo hægt sé að gera sér betur grein fyrir niðurstöðum könnuninnar. Þar næst greini ég frá vinnuferlinu við spurningalistann bæði við það að semja spurningarnar og við að vinna úr gögnunum þegar ég fékk þau tilbaka.
    Að lokum mun ég gera grein fyrir niðurstöðum könnuninnar ásamt rökfærslum mínum í sambandi við lokaniðurstöður og svar við upphaflegri spurningu minni um hvort viðhorf unglinga sé neikvætt eða jákvætt til dönskukennslu í íslenskum grunnskólum í dag.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-opgave_2010.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna