EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5097

Title
is

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Submitted
June 2010
Abstract
is

Ritgerð þessi samanstendur af fræðilegu efni þar sem fræðasvið markaðsfræðinnar er kynnt í víðum skilningi. Þróun markaðsfræðinnar er rakin, greint er frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum markaðsstarfs á árangur fyrirtækja og síðan er hugtökum um hæfni, þekkingu og kunnáttu gerð skil og skerpt frekar á rannsóknum á þeim þáttum. Þá er einnig vikið að þeirri aðferðafræði sem stuðst var við í rannsóknarvinnunni en ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem gerð var meðal tíu markaðsstjóra í 100 stærstu fyrirtækjum landsins samkvæmt lista Frjálsrar verslunar árið 2009. Tilgangur rannsóknarinnar var að fræðast um sjónarmið markaðsstjóra sjálfra á því hvað varðaði þá þekkingu og kunnáttu sem þeir teldu mikilvæga til að sinna starfi sínu og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða hæfni telja markaðsstjórar að þeir þurfi að hafa til að bera til að ná árangri í starfi? Að lokum eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og umfjöllun um þær.
Helstu niðurstöður eru þær að viðmælendur telja almenna stjórnendahæfni svo sem mannleg samskipti og tjáningafærni skipta mestu máli í starfi markaðsstjóra og vera forsendu þess að ná góðum árangri, þar sem samvinna við aðrar deildir, yfirstjórn og samstarfsaðila væri stór þáttur í starfi markaðsstjóra. Töldu þeir að meginforsenda öflugs markaðsstarfs væri innleiðing markaðshneigðar í fyrirtæki þar sem væri til staðar stuðningur yfirmanna og stjórnar sem og samspil allra samstarfsmanna. Markaðsstjórar mátu menntun í markaðsmálum ekki mikils en töldu þó nauðsynlegt að búa yfir ákveðinni þekkingu á kenningum markaðsfræðinnar en voru þeirra skoðunar að til að öðlast hæfni í markaðsmálum þá þyrftu þeir að öðlast reynslu en reynslan kæmi með tímanum sem varið væri í starfi.

Accepted
10/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Msc_Erna_Kristinsd... .pdf720KBOpen Complete Text PDF View/Open