is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5115

Titill: 
  • Skortsala hlutabréfa og áhrif takmarkana á skortsölu við verðmyndun hlutabréfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um skortsölu hlutabréfa, áhrif skortsölu á verðmyndun hlutabréfa og áhrif skortsölubanns á verðmyndun hlutabréfa ásamt helstu aðferðum við leit að skortsölutækifærum.
    Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort bann eða takmarkanir á skortsölu hefði neikvæð eða jákvæð áhrif á skilvirka verðmyndun hlutabréfa.
    Skortsala hlutabréfa er mjög mikilvægur þáttur í fjármálakerfum allra landa þar sem skortsala kemur í veg fyrir verðbólur hlutabréfa, á sama tíma er einnig mjög mikilvægt að lánamarkaður hlutabréfa sé til staðar. Á Íslandi var mjög lítill lánamarkaður með hlutabréf sem gerði það að verkum að skortsala var lítið sem ekkert stunduð.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að á meðan markaðir hlutabréfa eru í eðlilegu ástandi er slæmt fyrir markaðinn að banna skortsölu. Þegar markaðurinn er hinsvegar í óeðlilegu ástandi eins og hann var á Íslandi í lok árs 2008 og byrjun ársins 2009 er skynsamlegt að takmarka skortsölu. Aðrar rannsóknir sýna hinsvegar að áhrif þess að banna skortsölu þegar markaðurinn er veikburða hefur að meðaltali lítil áhrif á verð hlutabréfa. Einnig sýna rannsóknir að þegar banni við skortsölu er aflétt aukast kaup og sölutilboð á markaði til muna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skortsala hlutabréfa og áhrif takmarkana á skortsölu við verðmyndun hlutabréfa.pdf751.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna