is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/514

Titill: 
  • Víðtæk víxlþjálfun, samvinna þriggja sveitafélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Símenntun er stór þáttur hjá langflestum nútímafyrirtækjum. Það sama gildir um sveitarfélög. Huga þarf vandlega að þjálfunarþörf og þjálfunaraðferðum til að halda í og bæta við verðmæti sem fólgin eru í hæfum starfsmönnum.
    Í rannsókn þessari voru þrjú sveitarfélög fengin til samstarfs við skýrsluhöfund og sendi hvert þeirra einn starfsmann til hvors af hinum sveitarfélögunum í nokkurs konar kynningu á verkefnum og ferlum sveitarfélaganna. Markmiðið var að starfsmenn fengju víðara sjónarhorn á starfsemi sveitarfélaga almennt auk þess sem meginmarkmið var að rannsaka símenntunargildi heimsóknanna.
    Líta má á verkefni þetta sem undirbúning að frekara samstarfi sveitarfélaga á þessu sviði, en samsetning sveitarfélaganna í verkefninu er handahófskennd og ekki miðuð við framtíðarsamstarf.
    Í öllum meginatriðum gekk rannsóknin vel fyrir sig, allir starfsmenn uppfylltu þær kröfur sem gerðar voru til þeirra um tíma og aðgerðir. Helstu rannsóknarniðurstöður eru þær að endurskoða þurfi fjölda sveitarfélaga sem að samstarfinu ættu að koma auk þess sem huga þarf vel að gerð og stærð sveitarfélaganna. Umfang samstarfsins getur verið mismunandi eftir þörfum sveitarfélaga hverju sinni og eðli samskiptanna, byggt á verkefnum, innleiðingu nýrra kerfa eða aðferða og þá á því hvort hægt er að læra af öðrum sveitarfélögum sem lengra eru komin í tilteknum verkefnum. Einnig má hugsa sér víxlþjálfunarþáttinn sem nokkurskonar endurnýjun í starfi til að draga úr einangrun og starfsleiða.
    Lykilorð: Þjálfun, símenntun, starfsmenn, ávinningur, samvinna

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidtaek.pdf3.79 MBTakmarkaðurVíðtæk víxlþjálfun, samvinna þriggja sveitafélaga - heildPDF
vidtaek-e.pdf143.7 kBOpinnVíðtæk víxlþjálfun, samvinna þriggja sveitafélaga - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
vidtaek-h.pdf138.77 kBOpinnVíðtæk víxlþjálfun, samvinna þriggja sveitafélaga - heimildaskráPDFSkoða/Opna
vidtaek-u.pdf142.6 kBOpinnVíðtæk víxlþjálfun, samvinna þriggja sveitafélaga - útdrátturPDFSkoða/Opna