EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5293

Title
is

Vanlíðan á meðgöngu og mat ljósmæðra á líðan kvenna

Abstract
is

Tilgangur þessa verkefnis var tvíþættur. Annars vegar að draga fram mikilvægi þess að greina vanlíðan á meðgöngu, með því að rýna í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á málefninu. Hins vegar að kanna hug ljósmæðra þegar kemur að því að meta andlega líðan kvenna á meðgöngu, hvaða aðferðir þær noti við matið og hvaða úrræði séu til staðar. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum, að vanlíðan á meðgöngu er vangreind og minni áhersla er lögð á greiningu hennar en vanlíðanar eftir fæðingu. Heimilda var aflað í gegnum tímaritalista Ovid fyrir LSH og gagnagrunnana EBSCOhost, PubMed, ScienceDirect og Google Scholar. Rannsóknir voru bornar saman og dregin út þau atriði er snéru að vanlíðan á meðgöngu. Tekin voru viðtöl við tvær ljósmæður, sem sinna barnshafandi konum í mæðravernd, til að kanna hug þeirra varðandi vanlíðan á meðgöngu og hvernig þær meta hana. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum sem voru tekin upp á upptökutæki, skráð orðrétt í tölvu, greind og fundin þemu. Niðurstöður leiddu í ljós sjö þemu: að nálgast konuna, mikilvægt að finna þessar konur, erfiðar spurningar, að fá fólk til að tjá sig, að vera til staðar, að finna lausn og að hafa góð tæki eða góða tækni. Út frá niðurstöðum voru dregnar þær ályktanir að vanlíðan á meðgöngu er vandamál sem þarf að huga betur að, bæði í rannsóknum sem og í heilbrigðisþjónustu. Setja þarf fram skýrari vinnureglur hvað varðar að finna þær konur sem þjást af vanlíðan á meðgöngu, samhæfa þau úrræði sem standa til boða og efla þverfaglegt samstarf. Einnig þarf að efla samskiptatækni ljósmæðra.

Accepted
17/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Vanlidan a medgongu.pdf247KBOpen Complete Text PDF View/Open