is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/529

Titill: 
  • Samanburður á starfsmannastjórnun í grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er unnið sem lokaverkefni til BS gráðu við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Í þessu rannsóknarverkefni er leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1) Er munur á starfsmannastjórnun í stórum grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum með svipaðan starfsmannafjölda? 2) Er unnið með og hlúð að starfsmannastefnu, frammistöðumati, starfsmannaviðtölum, endurmenntun og fleiri þáttum starfsmannastjórnunar og hver sinnir þeim? Til þess að nálgast svör við þessum spurningum var gerð könnun á meðal átta grunnskóla rekinna af sveitarfélögum og átta einkarekinna fyrirtækja. Allir í úrtaki áttu það sameiginlegt að vera með starfsmannafjölda um og yfir 100 manns. Gögnum var safnað með spurningalistum sem sendir voru rafrænt til allra þátttakenda.
    Aukin áhersla hefur verið á starfsmannastjórnun og mannauð síðastliðin ár. Eftir flutning grunnskóla frá ríki yfir til sveitarfélaga hefur meiri ábyrgð verið varpað á skólastjóra. Hlutverk skólastjóra hefur þróast úr kennslu yfir í forystuhlutverk um nýjungar og starfsmannaþróun. Í fræðilega hluta þessarar rannsóknar er m.a. fjallað um starfsmannastefnu, frammistöðumat, starfsmannaviðtöl og endurmenntun ásamt fleiri þáttum sem tengjast starfsmannastjórnun. Síðan er fjallað um hlutverk og helstu störf skólastjóra í grunnskólum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að munur sé á starfsmannastjórnun þegar grunnskólar og einkarekin fyrirtæki eru borin saman. Hann felst aðallega í verkaskiptingu og valddreifingu. Unnið er með flesta þá þætti starfsmannastjórnunar er spurt var um í rannsókninni bæði hjá fyrirtækjunum og grunnskólunum. En fram kom skýr munur á skipulagi og hlutverkaskipan ýmissa starfa.
    Lykilorð
    Starfsmannastjórnun
    Frammistöðustjórnun
    Starfsmannastefna
    Starfsmannaviðtöl
    Símenntun
    Skólastjórnun

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samanbstarfsma.pdf504.5 kBTakmarkaðurSamanburður á starfsmannastjórnun í grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum - heildPDF
samanbstarfsma_e.pdf74.39 kBOpinnSamanburður á starfsmannastjórnun í grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
samanbstarfsma_h.pdf105.64 kBOpinnSamanburður á starfsmannastjórnun í grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum - heimildaskráPDFSkoða/Opna
samanbstarfsma_u.pdf100.84 kBOpinnSamanburður á starfsmannastjórnun í grunnskólum reknum af sveitarfélögum og einkareknum fyrirtækjum - útdrátturPDFSkoða/Opna