is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5302

Titill: 
  • Leiðtogi í góðæri, skúrkur í kreppu? Áhrif tíðaranda á ímynd leiðtoga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrsti áratugur 21. aldar einkenndist af breytilegum tíðaranda í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þannig ríkti hér bæði góðæri og kreppa. Tilviksrannsókn var notuð til að kanna skynjun fylgjenda á leiðtogum á grundvelli innri og ytri hvata með tilliti til tíðaranda. Þannig var kannað hvort tíðarandi hafi áhrif á það hvernig fólk í atvinnu- og viðskiptalífinu skilgreinir leiðtoga við mismunandi aðstæður. Tíðarandi og skynjun fylgjenda var greind út frá umfjöllun Frjálsrar verslunar áranna 2000-2009.
    Leiðtogafræðin hafa þróast mikið síðustu áratugi þar sem fjöldi rannsókna og kenninga um hugtakið hefur litið dagsins ljós. Í heimi viðskipta og skipulagsheilda hefur fátt fengið meiri umfjöllun og verið rannsakað eins mikið og forysta, í þeirri viðleitni að skýra hugtakið. Þrátt fyrir fjölda skilgreininga hafa þær flestar það sameiginlegt að forysta vísi til ferlis þar sem árangur byggist á því að einstaklingur hefur áhrif á aðra og hrífur þá þannig með sér að sameiginlegu markmiði. Forysta felur því í sér samspil leiðtoga, fylgjenda og aðstæðna.
    Niðurstöðurnar benda til þess að tíðarandi hefur áhrif á það hvernig fólk í atvinnu- og viðskiptalífinu skilgreinir leiðtoga. Þeir þættir sem virðast hafa áhrif á skilgreininguna eru ytri hvatar í góðæri og innri hvatar í kreppu. Samkvæmt skynjun fylgjenda eru leiðtogar í góðæri þeir sem ná árangri og fá fólk til að feta sömu slóð og þeir á grundvelli ytri þátta eins og afkoma, hagnaður, laun og fleira. Á hinn bóginn virðast leiðtogar í kreppu vera þeir sem láta sig innri hvata varða, eins og samkennd, góð gildi, siðferði og fleira. Tíðarandi virðist hafa áhrif á það hvernig leiðtogi er skilgreindur.

Samþykkt: 
  • 17.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARAPRÓFSRITGERÐ_jsk.pdf851.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna