is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5326

Titill: 
  • Heimafæðingar á Norðurlöndum - Ísland. Þýðing spurningalista og rannsóknaráætlun.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að þýða og aðlaga spurningalista og gera drög að rannsóknaráætlun fyrir þátttöku Íslands í rannsókn á skipulögðum heimafæðingum á Norðurlöndum. Verkefnið er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í verkefni.
    Markmið norrænu rannsóknarinnar er: Að öðlast dýpri þekkingu á heilsu mæðra og barna þeirra eftir skipulagða heimafæðingu á Norðurlöndum. Heimafæðingar eru fáar í hverju landanna og með því að skrá upplýsingar um skipulagðar heimafæðingar og safna þessum upplýsingum saman í samnorrænan gagnabanka fæst aukinn tölfræðilegur styrkur til að skoða útkomu mæðra og barna í heimafæðingum.
    Um er að ræða þrjá lista, einn fyrir ljósmæður, einn fyrir mæður sem skipuleggja heimafæðingu og einn fyrir maka þeirra. Listarnir voru þýddir úr sænsku samkvæmt viðkendum vinnubrögðum við þýðingu. Til að meta hvort listarnir væru auðskiljanlegir og aðgengilegir eftir þýðingu voru þeir forprófaðir og sex pör svöruðu spurningum um upplifun sína af íslenskri þýðingu spurningalistans. Allir foreldrar sögðu listann mjög eða frekar auðskiljanlegan og málfar mjög eða frekar skýrt.
    Drög að rannsóknaráætlun fyrir íslenska hluta rannsóknarinnar byggja á fræðilegri úttekt á heimafæðingum og viðeigandi aðferðafræði.
    Ályktað er að spurningalistarnir hafi haldi réttmæti sínu og séu auðskiljanlegir og aðgengilegir þeim sem svara þeim. Með rannsóknaráætlun hafa verið tekin fyrstu skrefin í þátttöku í samnorrænni rannsókn á heimafæðingum. Ávinningur af rannsókninni er aukin þekking á heimafæðingum á Íslandi, þeim konum sem velja þær, gangi fæðinganna, tíðni flutninga, útkomu móður og barns og reynslu og upplifun foreldranna. Það að hafa aukna þekkingu á þessum þáttum gerir kosti og galla heimafæðingar skýrari, bæði fyrir ljósmæður og þær konur og pör sem þær sinna. Ljósmæður geta nýtt sér þessar upplýsingar í starfi sínu og hægt er að gefa þeim konum og pörum sem hyggja á heimafæðingu betri upplýsingar og þær geta tekið upplýsta ákvörðun um val á fæðingarstað

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimafæðingar á Norðurlöndum - Ísland. Þýðing spurningalista og rannsóknaráætlun.pdf498.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna