is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5337

Titill: 
  • „Hver er synd mín?“ Þjáning kvenna sem glíma við ófrjósemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnisvalið í þessari ritgerð sem fjallar um þjáningar kvenna sem glíma við ófrjósemi er takmarkað við pör sem gangast undir tæknifrjóvgun og nota eigið egg og sæði. Ófrjósemi er viðkvæmt mál fyrir flesta og snertir mörg svið tilverunnar. Konan og tilfinningar hennar eru í aðalhlutverki í þessari ritgerð enda upplifa karlmenn ófrjósemi á annan hátt, bæði andlega og líkamlega. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á líðan kvenna sem glíma við ófrjósemi. Hvernig líður þeim konum sem glíma við ófrjósemi? Hvernig bregst samfélagið við tilfinningalegum vanda þeirra? Er sorg þeirra viðurkennd? Fá þær að syrgja? Í þeim tilvistarvanda sem oft fylgir glímunni við ófrjósemi velta einstaklingar því fyrir sér hvort Guð sé að leggja prófraun fyrir þá sem þeir þurfi að standast áður þeir fá að verða foreldrar. Spurningar á borð við ,,hver er synd mín?“ og ,,Er Guð að refsa mér?“ eru því ekki óalgengar. Sú spurning er því einnig undirliggjandi í ritgerðinni hvort þjáningin sé refsing Guðs.
    Til þess að skilja hvað konur ganga í gegnum í glímu sinni við ófrjósemi er nauðsynlegt að skoða heildarmyndina og því byggist framvinda ritgerðarinnar á þessari heildarmynd. Viðtal var tekið við fimm konur sem allar glíma við ófrjósemi. Þar sem allar óskuðu eftir nafnleynd eru þær einungis skráðar með bókstaf í heimildarskrá.
    Leitast er við að tengja þessar frásagnir úr íslenskum raunveruleika efninu sem er til umfjöllunar en þannig verður ritgerðin líka meira lifandi fyrir lesandann og efnið færist honum nær. Til að skilja betur tilfinningar para og þá sérílagi kvenna sem þjást af ófrjósemi er mikilvægt að gera sér grein fyrir ferlinu sem þær ganga í gegnum.

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Copy of Lýra Huld - B.A ritgerý, hver er synd mýn1..pdf335.39 kBLokaðurHeildartextiPDF