is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/533

Titill: 
  • Ráðningar og starfsmannaval á meðal skipulagsheilda á Akureyri og í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um ráðningar og starfsmannaval hjá skipulagsheildum á Akureyri og í Reykjavík. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þá þætti í innra og ytra umhverfi skipulagsheildanna sem hafa áhrif á ráðningar og starfsmannaval og reyna að sanna eða afsanna eftirfarandi tilgátu:
    Það er algengara að skipulagsheildir á Akureyri noti óformlegri aðferðir þegar leitað er að umsækjendum fyrir störf heldur en sömu/sambærilegar skipulagsheildir í Reykjavík.
    Unnin var fræðileg greining á meginþáttum mannauðsstjórnunar, einkum á ráðningum og starfsmannavali, og lykilhugtök skilgreind til að brjóta niður tilgátuna og leggja grunn að markvissri greiningu á sannleiksgildi hennar. Í þeirri rannsókn sem hér var gerð voru tekin viðtöl við aðila sem hafa yfirumsjón með ráðningum hjá fjórum skipulagsheildum á Akureyri og fjórum í Reykjavík. Val á skipulagsheildum miðaðist við að starfsmenn væru fimmtán eða fleiri. Viðtölin voru tekin á tímabilinu 10.desember 2004 til 5.janúar 2005.
    Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það er ekki algengara að skipulagsheildir á Akureyri noti óformlegri aðferðir þegar leitað er að umsækjendum fyrir störf heldur en sömu/sambærilegar skipulagsheildir í Reykjavík. Akureyskar skipulagsheildir standa ekki með öðrum hætti að ráðningum heldur en sömu/sambærilegar skipulagsheildir í Reykjavík.
    Lykilorð:
     Mannauðsstjórnun
     Ráðningar
     Starfsmannaval
     Skipulagsheild
     Akureyri
     Reykjavík

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
radningar.pdf379.01 kBTakmarkaðurRáðningar og starfsmannaval á meðal skipulagsheilda á Akureyri og í Reykjavík - heildPDF
radningar_e.pdf91.1 kBOpinnRáðningar og starfsmannaval á meðal skipulagsheilda á Akureyri og í Reykjavík - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
radningar_h.pdf156.26 kBOpinnRáðningar og starfsmannaval á meðal skipulagsheilda á Akureyri og í Reykjavík - heimildaskráPDFSkoða/Opna
radningar_u.pdf126.71 kBOpinnRáðningar og starfsmannaval á meðal skipulagsheilda á Akureyri og í Reykjavík - útdrátturPDFSkoða/Opna