EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5357

Title
is

Samsláttur einhverfurófseinkenna og athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) hjá börnum

Abstract
is

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samslátt einkenna einhverfurófsraskana og athyglisbrests með ofvirkni. Úrtakið var fengið úr gögnum hjá Þroska og hegðunarstöð Heilsugæslunnar og samanstóð af 87 börnum á aldrinum 5-10 ára sem komið höfðu þangað í athugun vegna gruns um athyglisbrest og ofvirkni. Notast var við svör foreldra og kennara þessara barna á Skimunarlista einhverfurófs (ASSQ) og Ofvirknikvarðans (ADHD rating list) og einnig svör foreldra úr greiningarviðtalinu K-SADS. Ný þriggja þáttalausn á ASSQ-listanum var notuð við mat á þeim lista og undirþættirnir bornir saman við Ofvirknikvarðann og K-SADS. Undirþættir ASSQ sem notast var við eru einhverfulík hegðun, félagslegir erfiðleikar og árátta-þráhyggja/tourette. Einnig voru skoðuð skor þeirra sem sendir voru áfram til frekari greiningar á Greiningarstöð ríkisins á ASSQ-listanum. Niðurstöðurnar voru þær að nokkur fylgni er á milli undirþátta ASSQ-listans við Ofvirknikvarðann, þó helst undirþáttarins félagslegir erfiðleikar. Einnig var einhver fylgni milli ASSQ-listans og niðurstöðu K-SADS greiningarviðtalsins. Samkvæmt niðurstöðum spáðu skor kennara betur fyrir en skor foreldra um raskanir hjá börnum út frá skimunarlistum á borð við ASSQ og Ofvirknikvarðann og var meiri fylgni við mat kennaralistanna á hvaða krakkar voru sendir áfram í nánari greiningu á einhverfurófsröskun. Úrtakið var þó fremur lítið og því er nauðsynlegt að setja fyrirvara við niðurstöðurnar.

Accepted
21/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
RITGERÐ_KolbrúnHil... .pdf1.15MBLocked Complete Text PDF