is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5371

Titill: 
  • Áhrif nálastungu- og þrýstipunktameðferða sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum í krabbameinslyfjagjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur með þessari fræðilegu samantekt var að skoða áhrif nálastungumeðferða sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum í krabbameinslyfjagjöf. Allt að 60% einstaklinga finna fyrir ógleði og/eða uppköstum eftir krabbameinslyfjameðferð og geta slíkar aukaverkanir haft áhrif á lífsgæði og meðferðarheldni einstaklinga. Meðferð við ógleði og uppköstum felst fyrst og fremst í notkun velgjustillandi lyfja en viðbótarmeðferðir eins og nálastungur hafa einnig verið notaðar til að bæta líðan. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: 1) Gagnast nálastungu- og þrýstipunktameðferðir við ógleði og uppköstum eftir krabbameinslyfjameðferð? 2) Eru einhverjar meðferðir, nálastungur, þrýstipunktameðferð eða rafleiðninálastungur, sem gagnast betur heldur en aðrar? Leitað var í gagnasöfnum PubMed, Scopus og EbscoHost og var unnið með 12 slembistýrðar tilraunarannsóknir. Niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að nálastungumeðferðir gagnast sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum. Þá er þrýstipunktameðferð með beinum þrýstingi eða notkun þrýstipunktaarmbanda hvað áhrifaríkust og er hún einföld, örugg og ódýr aðferð

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna María, lokaeintak.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna