is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5388

Titill: 
  • Tengsl tilfinningaerfiðleika við daglegar rútínur barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tengsl rútína við geðraskanir barna. Var Child Routine Questionnaire (CRQ-IS) rútínukvarðinn, sem mælir daglegar rútínur barna, lagður fyrir klínískt úrtak barna á aldrinum 6 til 13 ára. Auk þess var athugað hvort munur væri á rútínum eftir lýðfræðilegum breytum. Tilgátur rannsóknar voru að börn í klínísku og stöðlunarúrtaki búi við mismikla rútínu, til þess að meta fjölda rútína var CRQ-IS notaður. Börn í klínísku úrtaki voru talin hafa færri rútínur. Einnig var talið að fjöldi rútína væri ólíkur eftir kyni. Talið var að munur kæmi fram bæði fyrir listann í heild sinni og undirþætti hans. Foreldrar barna sem voru að koma í sitt fyrsta greiningarviðtal á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni. Erfitt reyndist að fá þátttakendur og var listinn einungis lagður fyrir níu þátttakendur, tölfræðileg úrvinnsla var því ekki umfangsmikil. Er hér því aðeins um forathugun að ræða. Til að meta tengsl rútína við tilfinningaerfiðleika voru niðurstöður rannsóknar bornar saman við stöðlunarúrtak heilbrigðra barna á sama aldri. Var listinn í heild og einstakir undirþættir bornir saman milli úrtaka. Reiknuð var áhrifastærð meðaltala til að meta mun milli úrtaka. Í samræmi við væntingar rannsakenda og fyrri rannsóknir kom fram munur á rútínum milli hópanna. Meðalskor á CRQ-IS listanum var lægra meðal barna í klínísku úrtaki sem gefur til kynna að fjöldi rútína hjá börnum í klínísku úrtaki er lægri en hjá börnum í stöðluðu úrtaki. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að börn í klínísku úrtaki skoruðu lægra á undirþáttunum Daglegt líf, Samvera fjölskyldu og Heimilisskyldur en hærra á undirþættinum Agarútínur.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldis-Svanhildur-Bsritgerd.pdf478.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna