EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5393

Title
is

Próffræðilegir eiginleikar notendamiðaða mælitækisins PSYCHLOPS (Psychological Outcome Profiles)

Abstract
is

Við mat á árangri sálfræðilegrar meðferðar er aðallega notast við mælitæki sem eru þýðismiðuð (nomothetic), en notendamiðuð (client-centred) mælitæki hafa ekki náð jafn traustri fótfestu við mat á árangri meðferðar í sálfræði og geðlæknisfræði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar PSYCHLOPS (Psychological Outcome Profiles) sem er notendamiðað mælitæki til notkunar við árangursmat. Mælitækið var borið saman við þýðismiðað mælitæki, CORE-OM. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir sjúklinga sem sóttu hugræna atferlishópmeðferð á geðsviði Landspítala eða á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru sjúklingar sem luku meðferð og svöruðu spurningalistunum bæði fyrir og eftir meðferð. Fjöldi þátttakenda var 64, 72% konur og 28% karlar, á aldrinum 19 til 66 ára (meðalaldur 38,6 ár). Áhrifastærð (Cohen’s d) fyrir breytingarskor á PSYCHLOPS var 1,31 en 0,60 á CORE-OM (t = -7,101, p < 0,001). Innri samkvæmni atriða á PSYCHLOPS var 0,85 við upphaf meðferðar og 0,83 við lok meðferðar. Breytingarskor hafði sterka fylgni við breytingarskor á CORE-OM (Spearman´s rho = 0,64) og var einnig góð fylgni á milli samsvarandi þátta mælitækjanna. Niðurstöður gefa til kynna að íslensk þýðing PSYCHLOPS sé með viðunandi innri áreiðanleika og gott samleitni- og samtímaréttmæti. Jafnframt sýna háar áhrifastærðir fyrir breytingarskor að PSYCHLOPS er næm mæling á breytingar við lok meðferðar. Notkun PSYCHLOPS samhliða notkun þýðismiðaðra mælitækja við árangursmat sálfræðilegrar meðferðar virðist því geta aukið gæði matsins.

Accepted
25/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Próffræðilegir eig... .pdf314KBOpen Complete Text PDF View/Open