EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5417

Title
is

Mælitæki sem meta áhættuhegðun unglinga. Fræðileg úttekt

Abstract
is

Mælitæki til að meta áhættuhegðun unglinga eru víða notuð erlendis og er ávinningur af notkun þannig tækja mikill. Hér á landi hafa slík mælitæki ekki verið lögð markvisst fyrir í skólum landsins og unnið eftir þeim. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða mælitæki sem notuð eru erlendis, kosti þeirra og galla. Heimildaleit miðaðist við mælitæki sem notuð eru í skólum, ætluð unglingum á aldrinum 13-19 ára, fyrir bæði kyn, mæla margvíslega áhættuhegðun og eru á formi spurningalista. Sjö mælitæki uppfylltu þessi skilyrði.
Kostir þeirra eru m.a. markvissari meðferð og sparnaður hvað varðar fjárhag og tíma. Auk þess að vera stutt og hnitmiðuð. Helstu ókostir felast í því að hin raunverulega áhætta sé ekki mæld ásamt ónákvæmni í svörun unglinganna. Með þetta í huga er mælitækið Rapid Assessment for Adolescent Preventive Services (RAAPS) talið vænlegast til notkunar hér á landi.
Með notkun slíkra mælitækja er til mikils að vinna. Unglingunum er leiðbeint í betri farveg með markvissari meðferð og/eða eftirfylgni og samfélagið getur sparað verulega fjármuni árlega. Þörf er á því hér á landi að hjúkrunarfræðingar í skólum greini áhættuhegðun unglinga og vinni markvisst forvarnarstarf með þeim sem eru í meiri áhættu.

Accepted
26/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BS verkefni í Hjúkrun. SBG.pdf258KBOpen Complete Text PDF View/Open