EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5419

Title
is

Gjörhygli og gagnsemi hennar við meðhöndlun streitu og verkja í hjúkrun: Fræðileg úttekt

Abstract
is

Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að varpa ljósi á stöðu þekkingar á gjörhygli sem meðferðarformi, greina frá rannsóknum á áhrifum hennar á streitu og verki og skoða tengsl hennar við störf og fræðasvið hjúkrunarfræðinga.
Rannsóknir á gjörhygli á undanförnum árum hafa verið takmarkaðar af ýmsum aðferðafræðilegum þáttum. Auk þess liggja fáar rannsóknir fyrir um efnið innan hjúkrunar sem og á Íslandi almennt. Niðurstöður fyrri rannsókna benda þó til þess að gjörhygli geti gagnast breiðum hópi einstaklinga, bæði heilsuhraustum og þeim sem glíma við hvers kyns sjúkdóma. Fjölmargar rannsóknir styðja gagnsemi aðferðarinnar við meðhöndlun streitu og verkja og haldast þær jákvæðu breytingar í flestum tilfellum til lengri tíma.
Streita og verkir eru dagleg viðfangsefni hjúkrunarfræðinga og vaxandi áhugi er innan stéttarinnar að auka þekkingu um leiðir til úrbóta. Rannsóknir benda til þess að með gjörhygli megi koma betur til móts við þarfir sjúklinga og auka jafnframt starfsánægju hjúkrunarfræðinga og draga úr kulnun þeirra í starfi. Aukin þekking á gildi gjörhygli getur verið mikilvægt framlag til þekkingarþróunar innan hjúkrunar.

Accepted
27/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
LOKARITGERÐIN.pdf340KBOpen Complete Text PDF View/Open