is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5427

Titill: 
  • Samanburður á punktálags- og einásabrotstyrk bergsýna úr Helguvík og Hólahnúkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar meta á tæknilega eiginleika bergs þarf að líta bæði til eiginleika ósprungna hluta þess og eiginleika sprungna sem finnast í því. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að meta styrk ósprungins bergs og á meðal þeirra eru einásapróf og punktálagspróf. Þetta verkefni var framkvæmt með það að leiðarljósi að meta hlutfallsstuðulinn K sem lýsir sambandi milli punktálagsstyrk og einásabrotstyrk bergs. Það fól í sér að framkvæmd voru einásapróf á 5 sýnum úr ólivínþóleiíti frá Helguvík á Reykjanesi og á 4 sýnum úr þóleiíti úr stuðlabergsmyndunum í Hólahnúkum í Árnessýslu. Gildar niðurstöður fengust frá öllum 5 ólivínþóleiítsýnunum en úr 2 þóleiítsýnum. Einnig voru framkvæmd punktálagspróf á óreglulegum sýnum frá þessum stöðum og fengust gildar niðurstöður úr 28 sýnum úr Helguvík og 20 sýnum úr Hólahnúkum.
    Mikill munur er á ásýnd berggerðanna sem prófaðar voru. Ólivínþóleiítið úr Helguvík er smákornótt og fínblöðrótt á meðan þóleiítið úr Hólahnúkum er mun fínkornaðara og þéttara í sér. Þessi munur endurspeglaðist í niðurstöðum prófanna þar sem einásabrotþolsstyrkur ólivínþóleiítsins mældist einungis 47,5 MPa en brotþolsstyrkur þóleiítsins 233,1 MPa.
    Útreiknað gildi á hlutfallsstuðlinum K var 17,1 fyrir ólivínþóleiítið en 19,4 fyrir þóleiítið. Þessum gildum svipar til þeirra gilda sem hafa fengist við fyrri rannsóknir á íslensku bergi og eru í samræmi við þær tillögur sem fjalla um að hlutfallsstuðullinn K hækki með auknum styrk bergs.

Samþykkt: 
  • 27.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bara_Drofn_BS_Samanburdur_a_punktalags_og_einasastyrk_bergs.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna