EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5459

Title
is

Meðferðir sem stytta líf: Viðhorf og hlutverk hjúkrunarfræðinga

Abstract
is

Mikil umræða hefur verið út í heimi um lögmæti meðferða sem stytta líf en fáar
rannsóknir liggja fyrir um viðhorf og hlutverk hjúkrunarfræðinga í slíkum meðferðum.
Tilgangur hins fræðilega yfirlits er að varpa ljósi á stöðu þekkingar sem snýr að meðferðum
sem fela í sér styttingu lífs, sem og tengja málefnið viðfangsefnum og ábyrgð
hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar voru að mestu fengnar úr niðurstöðum nýlegra
rannsókna, lögum, tímaritum, fræðilegum samantektum og munnlegum heimildum.
Niðurstöður yfirlitsins benda til þess að meirihluti hjúkrunarsamtaka er mótfallin
meðferðum sem stytta líf á meðan niðurstöður rannsókna á viðhorfum hjúkrunarfræðinga
benda flestar til þess að meira en helmingur þeirra sé hlynntur þeim. Niðurstöðurnar
benda einnig til þess að hjúkrunarfræðingar sinni í sumum tilfellum verkum, sem samkvæmt
lögum einungis læknar eiga að framkvæma. Þessar niðurstöður eru mikilvægar til
að varpa ljósi á ósamræmi varðandi málefnið í hjúkrunarstéttinni, einnig vekja þær upp
spurningar um hvort hjúkrunarfræðingar eigi ekki að taka meiri þátt í ákvörðun um meðferðir
sem stytta líf.

Accepted
28/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Meðferðir sem styt... .pdf305KBOpen Complete Text PDF View/Open