is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5460

Titill: 
  • Ljósmæðrasetur. Hagkvæm barneignarþjónusta í höndum ljósmæðra
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið þessa lokaverkefnis til embættisprófs í ljósmóðurfræði var að skoða kosti ljósmæðrastýrðar þjónustu út frá efnahags- og faglegu sjónarmiði. Einnig að þróa viðskiptaáætlun fyrir sjálfstætt starfandi ljósmæðrasetur sem staðsett yrði utan sjúkrahúss en lokaverkefnið er byggt á þeirri viðskiptaáætlun.
    Niðurstöður sýndu að það er fjárhagslega hagkvæmt að reka ljósmæðrastýrða einingu utan sjúkrahúss sem sinnir konum í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, miðað við að tilskilinn fjöldi kvenna þiggi þjónustuna. Kostnaður við eðlilegar fæðingar er hvað hæstur á hátæknisjúkrahúsi en flestar fæðingar á Íslandi fara fram þar, enda ekki margir kostir í boði.
    Með því að fækka ónauðsynlegum inngripum í eðlilegt fæðingarferli fæst aukinn ávinningur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og þjóðfélagið allt. Það má því líta á það sem tækifæri, nú á tímum sparnaðar og niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni, að bjóða upp á samfellda ljósmæðrastýrða þjónustu utan sjúkrahúsa. Konur ættu að hafa val um hvar þær fæða börn sín og val um að nýta slíka barneignarþjónustu.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ljósmæðrasetur, hagkvæm barneignarþjónusta í höndum ljósmæðra.pdf587.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna