EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5469

Title
is

Lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi

Abstract
is

Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að kanna þekkingu sem liggur fyrir um lífsgæði sjúklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Gagna var aflað í gagnagrunnunum Pubmed, Scopus og Chinal. Leit var takmörkuð við einstaklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Skoðað var hvort lífsgæði þessara einstaklinga eru skert og á hvaða sviðum líkamlegra, félagslegra og sálfræðilegra þátta skerðingin kemur fram. Niðurstöður sýndu að lífsgæði þessara hópa eru verulega skert þegar sjúkdómurinn er virkur og því virkari sem sjúkdómurinn er, því neikvæðari eru áhrifin. Þegar sjúkdómurinn er í dvala, virðast lífsgæðin hins vegar sambærileg og í samanburðarhópum. Þau svið lífsgæða sem virðast skerðast, eru tengd almennri heilsu, líkamlegum þáttum, getu til virkni og andlegri líðan. Mikilvægt er að þekkja áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði til að vera betur í stakk búinn til að veita meðferð sem dregið getur úr afleiðingunum.

Accepted
31/05/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lífsgæði einstakli... .pdf277KBOpen Complete Text PDF View/Open