EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5490

Title
is

Hreyfing og heilsa. Könnun á hreyfingu landsmanna

Abstract
is

Nú á dögum fer aðeins þriðjungur Evrópubúa eftir ráðleggingum um hreyfingu. Það er mikið áhyggjuefni þar sem hreyfingarleysi hefur bæði neikvæð áhrif á heilsu manna og efnahag þjóða.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort Íslendingar á aldrinum 18-80 ára nái daglegri lágmarkshreyfingu, á hinum ýmsu sviðum daglegs lífs, til að vernda og bæta heilsu.
Aðferð: Úrtakið samanstóð af 1600 manns á aldrinum 18-80 ára. Valið var af handahófi úr þjóðskrá. Lengri útgáfan af alþjóðlegum spurningalista, International
Physical Activity Questionnaire (IPAQ), var póstsend til einstaklinga í úrtakinu í maí
2006. Á spurningalistanum er spurt um hreyfingu á hinum ýmsu sviðum daglegs lífs: í vinnu, með ferðamáta, við heimilisstörf og í frístundum. Einnig er spurt um kyn, aldur, menntun, sjálfmetna heilsu og fleira.
Niðurstöður: Af 1600 manna úrtaki svöruðu 525 (33%), þar af voru 44% karlar og
56% konur. Meðalaldur þátttakenda var 48±16 ár. Meðaltal líkamsþyngdarstuðuls var
26,6±4,5. Í úrtakinu voru 43% of þungir og 19% of feitir. Miðgildi fyrir heildarhreyfingu var 4302 (0-19428) METmín/viku. Hlutfall Íslendinga sem fylgja ráðleggingum um hreyfingu er 89,5%.
Ályktun: Samkvæmt þessari rannsókn er heildarhreyfing Íslendinga mjög mikil
samanborið við aðrar Evrópuþjóðir. Svarhlutfallið var hins vegar lítið og því er erfitt að yfirfæra niðurstöðurnar á þýðið.

Accepted
01/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hreyfing og heilsa.pdf1.07MBLocked Complete Text PDF