is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5534

Titill: 
  • Fluid-rhyolite interaction in geothermal systems, Torfajökull Iceland - secondary surface mineralogy and fluid chemistry upon phase segregation and fluid mixing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efnafræði jarðhitavatns hvera og yfirborðsummyndun tengd uppleysingu á súru bergi í Torfajökli var rannsökuð. Jarðhitavirknin einkennist af gufuhituðu súru súlfat vatni og ölkeldum, gufuaugum og sjóðandi klóríðvatni. Einkennandi ummyndun fylgdi ákveðnum vatnsgerðum. Í jarðhitavatninu mældist sýrustig á bilinu 2.14 til 9.77 (við ~ 20°C), hitastig á bilinu 12 til 98°C og heildarmagn uppleystra efna á bilinu 97 til 1895 ppm. Ummyndun tengd súra súlfat vatninu var myndlaus kísill, kvars, pýrít, anatas, smektít og alúnít. Í kringum ölkeldurnar fannst myndlaus kísill, ferrihýdríð, myndlaus járnsiliköt og kvars. Í kringum klóríðvatnið var kvars, pýrít, götít og anatas algengast.
    Byggt á efnafræði vatnsins og ummyndun, voru síðsteindir, mettun síðsteinda og hermireikningar á samspili gas, vatns og bergs, jarðefnafræði frumefna og hreyfanleiki þeirra skoðaður.
    Na, K, Mg og Ca voru hreyfanleg og skoluðust þar með út við súrar aðstæður í súlfat vatni. Hinsvegar sátu Fe, Ti og að einhverju leyti Si, eftir í ummynduninni og mynduðu kísilsteindir, kaólín, anatas og pýrít, en einnig eitthvað af smektíti og súlfati. Í ölkeldunum var Na og K hreyfanlegt en Fe og Si sátu eftir í kísilsteindum, ferrihýdríðum og járn-ríkum silikötum. Karbónöt reiknuðust ekki mettuð í hermilíkanareikningi og fundust ekki í ummyndunarsýnum. Mg, Ca og K voru hreyfanleg í útreikningum að sýrustigi <6 en voru svo magnbundið tekin inn í smektít og að lokum í seólíta og karbónöt með hækkandi sýrustigi. Af þessum sökum minnkaði hreyfanleiki Mg og K mjög og Ca og Na að einhverju leyti í klóríðvatni við hærra sýrustig. Byggt á þessu er áætlað að aðal breyturnar sem stýra samspili vatns og bergs við jarðhitaaðstæður (~100°C) eru sýruvirkni, oxunarstig og hvarftími. Samsetning djúpvatnsins var reiknuð út, byggt á efnafræði klóríðvatnsins, suðulíkanareikningum og einnig efnavarmafræðilegu jafnvægi milli steinda og vökva. Suða og fasaaðskilnaður djúpvatnsins og blöndun við súrefnisríkt yfirborðsvatn, myndaði fjölbreyttu vatnsgerðirnar sem finnast á Torfajökulssvæðinu. Ölkeldurnar virðast myndast við <10% gufumagn, myndað við suðu og fasaaðskilnað við >200°C og blandað köldu yfirborðsvatni. Hinsvegar er súra súlfat vatnið myndað við mikla suðu og gufuþéttingu sem blandast við kalt yfirborðsvatn. Klóríðvatnið er soðið afgangs djúpvatn við yfirborð.

Styrktaraðili: 
  • Orkustofnun
Samþykkt: 
  • 7.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSRitgerð-JúlíaBjörke.pdf2.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna