EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5610

Title
is

Mat á áhrifum námskeiðsins „SOS! Hjálp fyrir foreldra“ á færni einstæðra mæðra í hegðunarstjórnun

Abstract
is

Foreldrar hafa úr miklu að velja þegar kemur að fræðslu um uppeldi. Ótal handbækur eru til um börn og barnauppeldi, á internetinu er hægt að nálgast margskonar upplýsingar og leiðbeiningar og svo er boðið upp á foreldranámskeið sem eiga að styrkja foreldra í uppeldinu og kenna þeim nýjar leiðir. Námskeiðið „SOS! – Hjálp fyrir foreldra“ er foreldrafræðsla þar sem foreldrum er kennd hegðunarstjórnun eins og að styrkja æskilega hegðun og að hunsa eða refsa fyrir óæskilega og andfélagslega hegðun. Foreldrum er einnig kennt að veita árangursrík fyrirmæli. Það er mikilvægt að foreldrar nýti það sem þeir læra í fræðslunni heimavið. Hér var athugað hvort einstæðar mæður sem eru undir eftirliti barnaverndar noti færnina sem þær lærðu um á fræðslunámskeiðinu ,,SOS! – Hjálp fyrir foreldra” í samskiptum við börnin sín inni á heimilum sínum. Athugunin fór fram með beinu áhorfi inni á heimilum þátttakenda sem voru þrjár einstæðar mæður undir eftirliti hjá Barnavernd Reykjavíkur. Samskipti þeirra við börnin voru skráð niður áður en námskeið hófst, á meðan námskeiðið stóð yfir og eftir að því lauk. Niðurstöður gefa til kynna að mæðurnar tileinkuðu sér að mestu það sem kennt var á námskeiðinu, en áhrifin héldust þó misvel eftir að námskeiði lauk.

Accepted
14/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
harpa.pdf769KBOpen Complete Text PDF View/Open