is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5632

Titill: 
  • Um áhrif þjálfunar á göngugetu parkinsonssjúklinga. Slembuð meðferðarprófun á gönguþjálfun með og án sjónrænna bendinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ganga parkinsonssjúklinga einkennist af stuttum skrefum, hæging á göngu og auknum breytileika skreftíma auk minnkaðri sjálfvirkni.
    Markmið: Að athuga hvort mikil gönguþjálfun með sjónrænum bendingum (SB) myndi (1) lengja skref, auka gönguhraða og minnka breytileika skreftíma, (2) auka sjálfvirkni í göngu og (3) bæta almenna færni og auka lífsgæði parkinsonssjúklinga til skamms og langs (3 mán) tíma meira en mikil gönguþjálfun án SB, en með stökum fyrirmælum um að taka lengri skref.
    Aðferðir: Tuttugu og sex parkinsonssjúklingum (HY 2-3) var skipt af handahófi í tilraunahóp (TH) og viðmiðunarhóp (VH). Báðir hópar þjálfuðu göngu í fjórar vikur, fjórum sinnum í viku 30 mín í senn. TH fékk SB, en VH fékk stök fyrirmæli um að taka lengri skref. Skreflengd, gönguhraði og breytileiki skreftíma voru mæld fyrir, eftir og þremur mánuðum eftir á þægilegum og mestum hraða með GAITRite® Portable Walkway System, Cir Inc. með og án tvískiptrar þrautar (TÞ). Almenn færni var mæld með Timed Up & Go (TUG) og þátttakendur fylltu út spurningalista um lífsgæði (Parkinson´s Disease Questionnaire-39, PDQ-39). Árangursmælingar voru gerðar af óháðum mælendum (blindun).
    Niðurstöður: Skreflengd, gönguhraði á þægilegum og mestum hraða og breytileiki skreftíma á þægilegum hraða urðu marktækt betri fyrir TH og VH við þjálfun, en ekki var munur á bætingu milli hópa. Bæting skreflengdar og gönguhraða entist í þrjá mánuði, en ekki bæting breytileika skreftíma. Sjálfvirknishlutföll (Shf) skreftíma og gönguhraða, en ekki eins mikið Shf breytileika skreftíma, höfðu tilhneigingu til að verða betri hjá báðum hópum, en ekki var marktækur munur milli hópa á bætingu með þjálfun. Shf skreflengdar og gönguhraða á þægilegum hraða jukust hins vegar meira (P<0,05) fyrir TH á eftirfylgdartímabilinu, þó svo að ekki hafi verið marktækur munur, þegar litið var á rannsóknartímabilið í heild sinni. Marktæk bæting varð á TUG með tímanum, en ekki var munur á bætingu hópanna. Fyrir PDQ-39 greindust marktæk víxlhrif (P<0,05) fyrir hópa*tíma sem orsakaðist af bætingu VH á eftirfylgdartímabilinu.
    Ályktun: Mikil gönguþjálfun eykur skreflengd og gönguhraða og minnkar breytileika skreftíma parkinsonssjúklinga jafnt, hvort sem gengið er með SB eða fyrirmæli eru gefin um lengri skref. Sjálfvirkni hefur tilhneigingu til að aukast með gönguþjálfun almennt, sérstaklega fyrir skreflengd og gönguhraða, en niðurstöðurnar gefa til kynna að mögulega náist enn meiri sjálfvirkni til lengri tíma með SB en með fyrirmælum. Bæting á göngubreytum skilar sér í aukinni almennri færni, skv. TUG, þó án mismunar á milli hópa, á meðan að óvænt víxlhrif fyrir hópa*tíma fyrir PDQ-39 líklegast endurspegla breytingar á öðrum þáttum en göngu.

Styrktaraðili: 
  • Parkinsonssamtökin á Íslandi, Vísindasjóður Reykjalundar, Vísindasjóður Félags Íslenskra Sjúkraþjálfara
Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Andri Þór Sigurgeirsson.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna