EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5633

Title
is

Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum : reynsla 16 íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði á Íslandi og í Noregi

Abstract
is

Bakgrunnur rannsóknarinnar. Þrátt fyrir að kannanir frá fjölda landa bendi til að
starfsánægja heimilislækna sé að jafnaði há er streita, kulnun í starfi og andleg bágindi
þessarar stéttar með því allra hæsta sem gerist á vinnumarkaði. Heimilislæknar á Íslandi hafa
lengi búið við dræma nýliðun og hafa barist fyrir þeim réttindum að fá að vera sjálfstætt
starfandi. Starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna á Íslandi er viðamikil og frítt flæði
sjúklinga án tilvísana frá heimilislæknum og ófullkomið skráningarkerfi sjúklinga einkennir
heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Íslenskir heimilislæknar eru flestir opinberir starfsmenn
á föstum launum ólíkt heimilislæknum margra nágrannaþjóða þar sem heimilislæknar hafa
þann að kost að starfa sjálfstætt auk þess að stýra í vaxandi mæli flæði sjúklinga til
sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu með tilvísunum.
Tilgangur. Kanna reynslu íslenskra heimilislækna, sem einnig hafa starfað í Noregi, til
mismunandi vinnuumhverfis og starfsánægju heimilislækna hjá þessum tveim grannþjóðum.
Aðferð og efniviður. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 16 íslenska heimilislækna. Á
rannsóknartímanum voru þeir allir starfandi á Íslandi. Tími frá heimkomu frá Noregi var 2-10
ár. Beitt var eigindlegri aðferðarfræði, Vancouverskólanum í fyrirbærafræði. Með þessari
rannsóknaraðferð er leitast við að auka skilning á mannlegum fyrirbærum meðal annars í
þeim tilgangi að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu.
Niðurstöður. Að mati þátttakenda er sjálfsmynd og fagleg staða norskra heimilislækna
styrkari en íslenskra starfsfélaga þeirra. Að hafa val um starfs- og launafyrirkomulag skiptir
heimilislækna á Íslandi miklu máli. Sjálfstæður rekstur og afkastahvetjandi
launafyrirkomulag var talið tengjast meira streitu og hættu á kulnun í starfi heldur en
fyrirkomulag fastlauna og starf hjá hinu opinbera. Heimilislæknar sækjast ekki eftir
atvinnurekandahlutverki en þarfnast sjálfdæmis í vinnu sinni með sjúklingum. Bein tengsl
fundust ekki milli tilvísanakerfis og starfsánægju heimilislækna en þættir eins og gæði og
Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum
vi
skilvirkni þjónustunnar, öryggiskennd sjúklinga, samfella læknisþjónustu og minni kostnaður
virðast tengjast virkum stýrikerfum í heilbrigðisþjónustu. Þetta er í samræmi við erlendar
rannsóknir.
Ályktanir. Rannsóknin varpar nokkru ljósi á ástæður slakrar faglegrar stöðu og mönnunarog
ímyndarvanda íslenskra heimilislækna. Ræturnar virðast kerfislægar og óhagstæðar fyrir
stétt heimilislækna á Íslandi, ríkissjóð og lýðheilsu. Við breytingar á skipulagi íslenskrar
heilbrigðisþjónustu er vert að horfa til reynslu annarra þjóða af viðamiklum kerfisbreytingum
á starfsumhverfi heimilislækna.

Comments
is

Verkefnið er lokað

Accepted
18/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hedinn_Master_Heild.pdf3.65MBLocked Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum : heildartexti PDF  
Hedinn_Master_Opid.pdf1.11MBOpen Starfsumhverfi og starfsánægja í heimilislækningum - efnisyfirlit og heimildaskrá PDF View/Open