is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5649

Titill: 
  • Að tryggja áreiðanleika og réttmæti : við mat á bragði í verklegum prófum matvælagreina
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni er fjallað um hvernig hægt sé að auka áreiðanleika og réttmæti í frammistöðumati í matvælagreinum og lögð er áhersla á þann þátt matsins sem snýr að bragðmati. Er hægt að útbúa og framkvæma frammistöðumat sem er áreiðanlegt og réttmætt þegar matsþátturinn er bragð?
    Til þess að svara spurningunni voru skoðaðir fimm þættir sem geta haft áhrif á bragðmat. Í fyrsta lagi voru skoðaðar kenningar tengdar frammi¬stöðumati og þær aðferðir sem eru notaðar við loka- og sveinspróf. Í öðru lagi voru skýrðar helstu stefnur og straumar í matreiðslu og ýmis undirstöðuatriði sem hafa áhrif á bragðlegar niðurstöður fæðu. Í þriðja lagi var leitað fanga í rannsóknum og kenningum um fæðuval og fæðuáherslur. Í fjórða lagi var skoðað hvað getur truflað skynmat prófdómara og niðurstöður prófa. Í fimmta lagi var leitað eftir viðhorfum matreiðslumeistara á áreiðanleika og réttmæti í námsmati, það var gert með viðtölum og spurningalistum. Niðurstöður viðtalanna voru notaðar til að hanna spurningalistann og voru niðurstöður hans síðan bornar saman við þann fræðilega grunn sem lagður var til grundvallar í rannsókninni. Rannsóknin var unnin með blandaðri aðferð og leiddi í ljós að matreiðslumenn hafa ólíkar hugmyndir um áreiðanleika og réttmæti. Segja má að matreiðslumenn telji að bragðmat byggi fyrst og fremst á huglægu mati prófdómara hverju sinni. Þetta afstæðiskennda viðhorf til bragðmats gefur sem slíkt ekki tilefni til mikils áreiðanleika í námsmati. Aldur og þátttaka í matsstörfum hefur þó nokkur áhrif. Það sýndi sig að yngri matreiðslumenn, sem jafnframt höfðu tekið þátt í matstörfum, eru almennt betur meðvitaðir um áreiðanleika og réttmæti en þeir sem ekki höfðu reynslu af matsstörfum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þessar: Þau lærdómsviðmið sem hægt er að nota í bragðmati hafa sterka samsvörun við ríkjandi stefnur og strauma í matreiðslu, sem taka mið af staðbundnum áherslum í fæðuvali og matreiðsluaðferðum. Þannig er hægt að komast hjá huglægu mati þar sem matið er ekki einstaklingsbundið, heldur í takt við þau menningarlegu og félagslegu gildi sem eru ríkjandi. Með þessar niðurstöður að leiðarljósi má útbúa vel skilgreinda viðmiðunartöflur sem ættu að tryggja að miklu leyti áreiðanleika í mati á bragði sem er nauðsynlegur til þess að réttmæti náist.

Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að tryggja áreiðanleika og réttmæti við mat á bragði í verklegum prófum matvælagreina.pdf510.07 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna