is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5660

Titill: 
  • Umhverfið sem þriðji kennarinn : „börnin vilja gjarnan innrétta sjálf“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá fram þekkingu deildarstjóra í leikskóla af því að hagnýta efnislegt umhverfi leikskóladeilda til að hafa áhrif á samstarfið við börnin. Umhverfið er stundum kallað þriðji kennarinn og samspil þessara þriggja, hins eiginlega kennara, efnislegs umhverfis og barnanna leiðir af sér þekkingarsköpun. Ég nálgast verkefnið með þremur rannsóknarspurningum og spyr hvernig efnislegt umhverfi leikskóladeilda er nýtt til að hafa áhrif á sjálfræði barnanna, leik þeirra og samskipti.
    Þátttakendur í rannsókninni voru sex deildarstjórar sem einnig tóku þátt í starfendarannsókn um nýtingu efnislegs umhverfis leikskóladeilda. Samhliða starfendarannsókninni tók ég einstaklingsviðtöl við deildarstjórana og gerði athuganir á deildunum sem þær stjórnuðu. Þessi ritgerð er kynning á þeirri rannsókn minni og er um hvernig deildarstjórarnir hagnýta umhverfi deildanna í samstarfinu við börnin. Eigindlegum aðferðum var beitt í rannsókninni.
    Meginniðurstöður eru þær að staðsetning efnis er nýtt til að hafa áhrif á aðgengi barna að því. Þetta er gert til að efla sjálfræði þeirra en stundum ríkir ekki meðvitund um staðsetningu í samstarfshópnum. Það er einnig dregið úr sjálfræði barna til að fá þau til að vinna lengur með ákveðinn efnivið af því að það er talið æskilegt fyrir þau að staldra við og auka hæfni í tilteknu samspili. Leiksvæði eru afmörkuð til dæmis með mottum og hillum. Með þessu er ætlunin að styðja við leik. Á deildunum er leitast við að láta þessar afmarkanir ekki hindra samskipti barnanna en oft er leikefni ekki ætlað að fara út fyrir afmarkanir og þar með er dregið úr blöndun leikefnis og hugmynda.
    Deildarstjórarnir tala um að nota viðmið og reglur til að styðjast við en „blinda augað“ til að leitast við að hindra ekki æskilegt samspil. Þá er stundum horft fram hjá því þótt reglur séu brotnar. Þær nota sjálfar sig sem ákveðna afmörkun með því að staðsetja sig í leik barna þannig að þær geta stutt við og gripið inn í ef til árekstra kemur. Þær taka einnig þátt í leik barna. Merkingar og innsetningar eru notaðar til að styðja við hugmyndir kennaranna og barnanna. Þá eru ákveðnar upplýsingar settar inn og síðan verða samtöl og samspil í kringum þær. Þegar þáttur hins efnislega umhverfis er viðurkenndur er hægt að staðfesta með áhorfi að samvinna þeirra sem ekki hafa vald á tungumáli er stundum óyrt.

Styrktaraðili: 
  • Leikskólaráð Reykjavíkur og Þróunarsjóður leikskóla
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umhverfið sem þriðji kennarinn.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna