is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5665

Titill: 
  • Valdbeitingarheimildir lögreglu og mótmæli almennings
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar bankahrunsins á Íslandi, sem átti sér stað 2008, spunnust miklar umræður um valdbeitingarheimildir lögreglunnar og rétt almennings til að mótmæla. Fólk fór að safnast saman við Austurvöll til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart því ástandi sem hafði skapast í kjölfar hrunsins. Kröfur mótmælenda voru meðal annars að þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segði af sér og að boðað yrði til kosninga. Mótmælin stigmögnuðust og óeirðir sköpuðust fyrir framan Alþingishúsið og stjórnarráðið í byrjun árs 2009. Fámennt lið lögreglunnar þurfti að beita valdi til að hemja ákveðna einstaklinga eða hópa og ekki voru allir sáttir við þær aðferðir sem lögregla beitti til að valda aðstæðum.
    Ritgerð þessi leitast við að svara, með tilliti til íslenskra laga og með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu, hvaða valdbeitingarheimildir lögregla hefur almennt, með áherslu á mótmæli og hver sé réttur mótmælenda hér á landi. Fjallað er um lögreglulögin sem tóku gildi 1. júlí 1997, jafnframt er reynt að skilgreina lögregluvald. Horft er til mikilvægi meðalhófsreglunnar við störf lögreglunnar ásamt málefnalegum sjónarmiðum og jafnræðisreglu. Þvingunarúrræði lögreglu eru skoðuð og eru 106. gr. og 107. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skoðaðar út frá öryggi lögreglu. Reynt er að skilgreina mótmæli og velt fyrir sér trausti almennings til lögreglu. Fjallað er um grundvallarréttindi, meðal annars grundvallarréttinn til frelsis, tjáningarfrelsis og réttinn til að safnast saman vopnlaus, svo eitthvað sé nefnt. Ásamt þessu eru gerð örstutt skil á kærum á hendur lögreglu á Íslandi, bótaskyldu og fjallað stuttlega um vinnuveitandaábyrgð og eigin ábyrgð lögreglumanna. Farið er inn á valdbeitingarheimildir í Svíþjóð og Bretlandi og gerður stuttur samanburður við valdbeitingarheimildir lögreglunnar á Íslandi þegar kemur að mótmælum. Loks er dregin niðurstaða úr ofangreindu og meðal annars velt fyrir sér hvort lögreglan eigi að bera vopn við störf sín og hvort almenningur eigi rétt á að vita við hvaða aðgerðum þeir geta búist þegar mótmæli breytast í óeirðir.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdbeitingarheimildir lögreglu og mótmæli almennings.pdf557.15 kBLokaðurValdbeitingarheimildir lögreglu og mótmæli almennings- heildPDF