EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5692

Title
is

Samstarfið er miklu öflugra en messugjörðin : áhrif samstarfs heimila og skóla á vímuefnaneyslu nemenda

Abstract
is

Í ritgerðinni er velt upp þeirri spurningu hver séu tengsl mismunandi
starfshátta í skólahverfum við vímuefnaneyslu nemenda. Fjallað er á
fræðilegan hátt um vímuefnaneyslu unglinga á grunnskólaaldri en með
vímuefnum er átt við tóbak, áfengi og hass. Áhrif fjölskyldu og umhverfis
á vímuefnaneyslu unglinga eru skoðuð í ljósi kenninga Bourdieu og
Durkheim um félagsleg tengsl. Einnig er fjallað um samstarf heimilis og
skóla og hvaða þættir í því samstarfi geta haft áhrif á vímuefnaneyslu
nemenda.
Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn, þar sem rætt var við forsvarsmenn
skóla og foreldrafélaga í þrem skólahverfum um það hvernig samstarfi
þeirra væri háttað. Niðurstöður viðtalanna eru skoðaðar og greindar og
bornar saman við tölfræðileg gögn frá Rannsóknum og greiningu um
vímuefnaneyslu nemenda síðustu ár í sömu hverfum og þátttökuskólarnir
eru. Niðurstöðurnar benda til þess að mismunandi áherslur í samstarfi
heimila og skóla hafi áhrif á vímuefnaneyslu nemenda. Minni
vímuefnaneysla er meðal nemenda þar sem skóli og foreldrafélag vinna
saman að vímuvarnastarfi. Langvarandi verkefni, sem bæði skóli og
foreldrafélaga vinna saman að og eiga að koma í veg fyrir
vímuefnaneyslu, virðast skila mælanlegum árangri.
Aukna þekkingu á mikilvægi tengsla heimils og skóla má líklega
yfirfæra á önnur sameiginleg viðfangsefni eins og það að draga úr einelti
og efla heilbrigða lífshætti.

Accepted
22/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Samstarfið er mikl... .pdf791KBOpen Complete Text PDF View/Open