EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5694

Title
is

Being global is not just where you do business

Abstract
is

Rannsókn þessari er ætlað að greina og varpa ljósi á það hvernig íslenskir stjórnendur bera sig að varðandi menningarmun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Athyglinni er beint að því hvort þeir eru meðvitaðir um menningarmun, hvort smæð Íslands hafi áhrif á stjórnendastíla þeirra og hvað einkennir íslenska stjórnendur í alþjóðaviðskiptum.
Tekin voru djúpviðtöl við sex þátttakendur til gagnaöflunar. Markmiðið með rannsókninni er að sýna fram á mikilvægi þess að stjórnendur séu meðvitaðir um að menningarmunur fylgir alþjóðaviðskiptum. Menning og menningarmunur er óáþreifan-legt fyrirbæri. Ein skilgreining um hana vísar í þau gildi og skoðanir sem ekki eru sýnileg. Í fræðilega hlutanum er fjallað um þætti sem teljast til dulrar menningar og þá lykilþætti sem hafa áhrif á starfshæfni stjórnenda.
Helstu niðurstöður eru að íslenskir stjórnendur eru almennt ekki meðvitaðir um djúpa menningu og að þeir undirbúa sig ekki til að mæta menningarmun. Smæð Íslands mótar að einhverju leiti íslenskan stjórnendastíl. Áræðni, aðlögunarhæfni, trúverðugleiki, sveigjanleiki og útsjónarsemi einkennir íslenska stjórnendur. Til að auka hæfni og þekkingu um menningarmun þurfa stjórnendur að verða meðvitaðri um menningarmun. Þeir þurfa að fá stuðning fyrirtækis síns til að undirbúningur verði mögulegur.
Gagnsemi rannsóknarinnar miðast við að stjórnendur íslenskra alþjóðafyrirtækja og aðrir aðilar, sem stunda starfsemi erlendis, geta nýtt sér niðurstöðurnar til að auka þekkingu og meðvitund um menningarmun.
Lykilorð: menningarmunur, stjórnendur, alþjóðaviðskipti, menning, þjóðmenning, fyrirtækjamenning

Comments
is

Verkefnið er lokað til júlí 2011

Accepted
23/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Maria_Loa_Fridjons... .pdf723KBOpen Íslenskir stjórnendur og menningarmunur í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi PDF View/Open