is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5699

Titill: 
  • Hvaða leið er hagkvæmust, fyrir þátttöku Íslands, inn í skorkort neytendamála.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var lagt upp með rannsóknarspurninguna. Hvaða leið er hagkvæmust, fyrir þátttöku Íslands, inn í skorkort neytendamála (consumer scoreboard) hjá ESB? Tilgáta höfundar var að hagkvæmasta leiðin fæli í sér að Ísland tæki upp nánast allt sem er í skorkortinu. Það reyndist ekki raunin því hagkvæmasta leiðin til að byrja á er að taka nokkur skref í áttina að fullri þátttöku. Byrja með þátttöku í könnun fyrir fjórðu útgáfu skorkorts, á tíu af fimmtíu mörkuðum. Taka þá tíu markaði sem hafa mest vægi fyrir íslenska neytendur. Þetta gæfi sýn yfir 44,5% af neytendamarkaðnum, beinn kostnað um ein milljón króna.
    Skorkort neytendamál kemur inn með nýja vídd hér á landi þar sem aðaláherslan hefur aðallega verið á verðkannanir. Þessi nýja vídd er ánægja neytenda, skoðuð í gegnum þætti eins og kvartanir (complaints), væntingar, hreyfanleika viðskiptamanna (switching) og öryggi.
    Hægt er að nýta þær upplýsingar sem koma úr skorkortinu til að hanna vísi af íslenskri neytendavísitölu byggðri á niðurstöðum úr skorkortinu og fyrirliggjandi gögnum frá Hagstofu Íslands. Neytendavísitalan nær yfir 73% af heildarútgjöldum neytenda.
    Beinn kostnaður við fulla þátttöku í skorkorti er um kr. 9 milljónir á ári. Hvernig þetta verkefni er fjármagnað ræðst væntanlega að stórum hluta af þeirri framtíðarsýn sem stjórnvöld og Neytendastofa hafa á samstarf við ESB og EFTA. Neytendavísitalan er unnin úr fyrirliggjandi gögnum, hana þarf að reikna út, viðhalda og kynna. Það má því segja að ef ráðist er í fulla þátttöku Íslands í skorkorti neytendamála og íslensk neytendavísitala reiknuð út frá því verður beinn heildarkostnaður kr. 13 milljónir að lágmarki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1Meistararitgerd SV 2010.pdf1.06 MBLokaðurAlltPDF
3.3. Questionnaire Survey market monitoring Market 1.pdf559.32 kBLokaðurViðauki 3 hluti 1PDF
3.4. Questionnaire Survey market monitoring Market 2.pdf748.53 kBLokaðurViðauki 3 hluti 2PDF
3.5. Questionnaire Survey market monitoring Market 3.pdf456.7 kBLokaðurViðauki 3 hluti 3PDF