is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5704

Titill: 
  • Áhrif skuldsettra kaupa á fyrirtæki og ársreikning þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skuldsett fyrirtækjakaup eru skilgreind sem kaup á fyrirtæki í heild sinni eða að hluta. Kaupin er að mestu fjármögnuð með reiðufé, sem fengin er með skuldsetningu kaupandans. Fjárfestar leita upp fyrirtæki sem eru vanmetin að markaðsvirði, með það í huga að endurmeta reksturinn, draga úr kostnaði og auka veltu. Eftir nokkur ár eru sum þessara fyrirtækja seld öðru sinni og hluthafar leysa út hagnað sinn í fjárfestingunni. Þessi leið gengur vel á meðan nægt framboð er af ódýru lánsfjármagni, en getur leitt til greiðsluerfiðleika eða gjaldþrots þegar vextir hækka og erfiðara er að nálgast fjármagn.
    Skuldsetning fyrirtækjanna eftir kaupin hefur áhrif á ársreikning þeirra og í því sambandi er greining á helstu kennitölum í sjóðstreymi, fjárfestingum, rekstri og fjármagni mikilvæg.
    Farið er yfir ársreikning í fyrirtæki sem tvisvar sinnum hefur gengið í gegnum skuldsett fyrirtækjakaup. Áhrifin á arðsemi eftir kaupin voru mismunandi. Fyrri skuldsetningin hefur jákvæð áhrif á langtíma gjaldþol fyrirtækisins og bendir til getu og hæfni fyrirtækisins til þess að búa til fjármagn frá rekstrinum og standa undir skuldbindingum sínum. Seinni skuldsetningin, aftur á móti bendir til þess að fyrirtækið geti lent í vanda ef rekstrarumhverfi breytist og í framhaldinu þarf því að grípa til kostnaðarminnkandi aðgerða, auka eigið fé, auka tekjur og minnka veltufjármuni.
    Lykilorð: Skuldsetning, ársreikningur, greining, kennitölur og gjaldþol.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsritgerd_lokaeintak.pdf908.66 kBLokaðurÁhrif skuldsettra kaupa á fyrirtæki og ársreikning þeirra - heildPDF
heimildaskra.pdf238.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf298.47 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna