EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5720

Title
is

Áhrif ytri þátta á alþjóðlega flutninga

Abstract
is

Alþjóðaviðskipti eru mikilvæg fyrir flest lönd þar sem þau stuðla að auknum hagvexti og bæta þannig lífskjör íbúa þeirra. Alþjóðlegir flutningar eru lykilþáttur þegar kemur að alþjóðlegri verslun. Algengasti flutningsmátinn á milli landa er sjóflutningar þar sem mikil þróun hefur átt sér stað eftir að gámaskipin voru tekin í notkun. Þessi þróun hefur leitt til aukinnar stærðarhagkvæmni og þar af leiðandi lægra einingaverðs.
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða þættir í ytra umhverfi gámaflutninga hafa áhrif á starfsemi þeirra. Litið var til Kína og Bandaríkjanna við gerð rannsóknarinnar. Mikil greiningarvinna fylgdi rannsókninni og var PEST-líkanið notað til að greina ytri þætti í umhverfi gámaflutninga. Með líkaninu voru pólitískir, efnahagslegir, samfélagslegir og tæknilegir þættir greindir. Einnig var spáð fyrir um þróun gámaflutninga næstu árin með spálíkani.
Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að sömu ytri þættir hafa mismunandi áhrif á gámaflutninga eftir svæðum. Pólitískir þættir hafa umtalsverð áhrif á gámaflutninga. Breytt stefna kínverskra stjórnvalda upp úr 1978 varð til þess að landið opnaðist fyrir alþjóðaviðskiptum og þar af leiðandi varð mikil aukning í gámaflutningum í Kína. Efnahagslegir þættir eins og hagvöxtur, verðbólga, staða gjaldmiðla og erlendar fjárfestingar hafa umtalsverð áhrif á starfsemi gámaflutninga. Aðhvarfsgreining var notuð til að spá fyrir um þróun gámaflutninga í Kína, Bandaríkjunum og í heiminum. Líkanið sýndi fram á að aukning gámaflutninga mun halda áfram næstu árin.
Lykilorð:
▪ Alþjóðamarkaður
▪ Alþjóðaflutningar
▪ Gámaflutningar
▪ Markaðsgreining
▪ Spálíkön

Comments
is

Verkefnið er lokað

Accepted
23/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni-rafræ... .pdf3.48MBLocked Áhrif ytri þátta á alþjóðlega flutninga PDF