is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5729

Titill: 
  • Samruni þjónustufyrirtækja : arðsemi og fyrirtækjamenning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með vel heppnuðum samruna geta fyrirtæki á skömmum tíma aukið við auðlindir sínar, þekkingu og markaðshlutdeild og þurfa því ekki að eyða löngum tíma í að byggja viðkomandi getu upp frá grunni. Það getur gefið fyrirtækinu gott forskot á markaði ef vel tekst til. Jafnframt skapast hugsanlegur möguleiki á sparnaði með samlegðaráhrifum og stærðarhagkvæmni. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að mikill hluti samruna mistekst og því næst ekki sá árangur sem sóst var eftir. Hefur það meðal annars verið rakið til mannlegra þátta sem getur gleymst að taka tillit til í samrunaferlinu. Hluti af mannlegu eðli er að streitast gegn breytingum og óvelkomnar og óvæntar breytingar geta því leitt til neikvæðra viðbragða einstaklinga. Eftir því sem rekstur fyrirtækjanna er skyldari er líklegra að vandamál skapist varðandi fyrirtækjamenningu og starfsánægju.
    Í þessu verkefni er leitað svara við því hvaða áhrif samrunar þjónustufyrirtækja hafa á arðsemi þeirra og á starfsánægju starfsmanna.
    Auk skoðunar á fyrri rannsóknum fræðimanna um efnið, skoðaði höfundur opinber gögn um samruna og fjárhagslegar upplýsingar um rekstur samrunafyrirtækja og viðmiðunarhóps fyrirtækja. Einnig var framkvæmd viðhorfskönnun hjá þremur verkfræðistofum sem hafa nýlega gengið í gegnum samruna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ekki séu tengsl milli stærðar fyrirtækja og arðsemi þeirra og engin merki fundust um aukna arðsemi hjá samrunafyrirtækjunum sem skoðuð voru. Starfsánægja virtist minnka eftir samrunann en jafnframt komu fram nokkur mikilvæg atriði sem virðast stuðla að jákvæðara viðhorfi starfsmanna til samrunans og þar með aukinni starfsánægju. Þar virðist gott upplýsingaflæði skipta mestu máli svo og að virkja sem flesta starfsmenn til þátttöku í samrunaferlinu, auk þess að móta ákveðna stefnu um nýja starfshætti og fyrirtækjamenningu og innleiðingu hennar strax að samruna loknum.
    Vandað mat á samrunafyrirtækjunum, menningu þeirra og fjárhagslegu virði, ásamt stefnumótun og áætlun um mat á árangri samrunans, svo og góð verkefnastjórnun á innleiðingartímanum, eru allt mikilvægir þættir til að vel megi takast til.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK2106_AÁK.pdf1.61 MBOpinnSamruni þjónustufyrirtækja : arðsemi og fyrirtækjamenning - heildPDFSkoða/Opna