EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5734

Title
is

Ákvarðanataka í opinberum stofnunum á Íslandi : samanburður við einkafyrirtæki

Abstract
is

Ákvarðanataka er mikilvægur hluti af starfi stjórnenda. Þeir þurfa að taka ákvarðanir sem snúa að daglegri stjórnun og starfsemi fyrirtækja auk stærri ákvarðana sem skipta fyrirtæki máli til framtíðar. Þetta viðfangsefni hefur verið töluvert rannsakað erlendis. Ákvarðanataka íslenskra stjórnenda hefur lítið verið rannsakað, sérstaklega ekki hjá stjórnendum opinberra stofnana. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða ákvarðanatöku íslenskra stjórnenda hjá opinberum stofnunum og svara þeirri spurningu hvort munur væri á ákvarðanatöku þeirra samanborið við stjórnendur einkafyrirtækja. Skoðað var hvort munur væri á þátttöku starfsmanna á lægri stigum í ákvarðanatöku eftir eignarformi fyrirtækja. Kannað var hvaða áhrif lög og reglur hafa á ákvarðanir stjórnenda og hvort hrunið í efnahagslífinu hefði haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda. Viðtöl voru tekin við stjórnendur hjá þremur einkafyrirtækjum og þremur opinberum stofnunum. Niðurstaða rannsóknarinnar var að stjórnendur opinberra stofnana og einkafyrirtækja virðast beita svipuðum aðferðum við ákvarðanatöku. Munurinn fólst fremur í stærð fyrirtækjanna en eignarformi en eftir því sem fyrirtækin voru stærri tóku fleiri þátt í ákvarðanatökuferlinu. Í flestum tilvikum beittu fyrirtækin Stjórnunarvísindum í grunninn eða Skynsemislíkaninu þar sem einn eða tveir tóku ákvörðun. Oftast var stuðst við Carnegie-líkanið hjá stærri fyrirtækjunum við nánari útfærslu og ákvarðanatöku þar sem samráð var við fleiri stjórnendur á ýmsum stjórnunarþrepum. Stjórnendurnir studdust allir mikið við eigið innsæi og reynslu við ákvarðanatöku, sérstaklega við smærri ákvarðanir. Lög og reglur hafa mun meiri áhrif hjá opinberum stofnunum. Meginástæðan er það regluverk sem þær búa við í stjórnkerfinu en þær lúta sérstökum lögum um starfsemi sína, auk laga um opinbera starfsmenn. Afleiðingar hrunsins í efnahagslífinu hafa haft mikil áhrif á ákvarðanir stjórnenda opinberu stofnananna og einnig töluverð áhrif hjá stærsta einkafyrirtækinu.
Lykilorð: Ákvarðanataka, skipulagsheildir, íslenskir stjórnendur, opinberar stofnanir, stigveldi.

Comments
is

Verkefnið er lokað til júlí 2014

Accepted
23/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ákvarðanataka í op... .pdf55.9KBOpen Ákvarðanataka í opinberum stofnunum á Íslandi: Samanburður við einkafyrirtæki - efnisyfirlit PDF View/Open
Ákvarðanataka í op... .pdf27.0KBOpen Ákvarðanataka í opinberum stofnunum á Íslandi: Samanburður við einkafyrirtæki - heimildaskrá PDF View/Open
Ákvarðanataka í op... .pdf1.09MBOpen Ákvarðanataka í opinberum stofnunum á Íslandi: Samanburður við einkafyrirtæki - heild PDF View/Open
Ákvarðanataka í op... .pdf10.9KBOpen Ákvarðanataka í opinberum stofnunum á Íslandi: Samanburður við einkafyrirtæki - útdráttur PDF View/Open