is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5756

Titill: 
  • Áhrif liðsvinnu á starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að afla grunngagna um liðsvinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækjum. Kanna hvernig liðsvinna er skipulögð, hvernig hún er metin og hvaða áhrif liðsvinna hefur á þætti eins og nýsköpun, gæði og framleiðni. Liðsvinna hjá hugbúnaðarfyrirtækjum hefur ekki áður verið rannsökuð á Íslandi.
    Þar sem lítið er til af fyrirliggjandi gögnum var ákveðið að taka viðtöl við starfsmenn hjá fjórum hugbúnaðarfyrirtækjum: Betware, CCP, Maritech og Marel. Höfuðstöðvar þeirra allra eru í Reykjavík er þau eru með starfsemi víðar bæði innanlands og utan. Viðtöl voru tekin við fimm starfsmenn hjá hverju fyrirtæki, samtals 20 viðtöl. Bæði var rætt við stjórnendur og almenna starfsmenn.
    Helstu niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að þrjú af fjórum hugbúnaðarfyrirtækjum nota aðferðir sem tilheyra Agile hugmyndafræðinni við hugbúnaðargerð en eitt þeirra notar verkefnastýrða liðsvinnu. Millistjórnendur sjá um skipulagningu liðsvinnu, en misjafnt er milli fyrirtækja hvort varanlegir eða tímabundnir hópa eru skipaðir. Liðsvinna eykur nýsköpun og framleiðni meðal hugbúnaðarfyrirtækja, gæði vöru og þjónustu eru einnig talin aukast með notkun liðsvinnu við hugbúnaðargerð. Fyrirtækin nota ekkert sérstakt matskerfi til að meta árangur liðsvinnu. Misjafnt er milli fyrirtækja hvort verkefnin sjálf eru metin eða árangur liðsvinnunnar og hvort liðin sjálf eða stjórnendur sjá um mat á árangri.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf94.88 kBOpinn"Áhrif liðsvinnu á starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja" - EfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf36.42 kBOpinn"Áhrif liðsvinnu á starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja" - HeimildaskráPDFSkoða/Opna
Áhrif liðsvinnu á starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja.pdf786.21 kBLokaður"Áhrif liðsvinnu á starfsemi hugbúnaðarfyrirtækja" - HeildPDF