is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5764

Titill: 
  • „Ég vil vera ég“ : upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lítið er vitað um áhrifavalda í íslensku samfélagi hvað varðar íslenskunám fullorðinna innflytjenda á Íslandi. Mikilvægt er að draga fram í dagsljósið hugsanlegar hindranir sem geta verið til staðar og hamla færni innnflytjenda í íslenska tungumálinu og ekki síður hverjir eru helstu hvatar þeirra til að tileinka sér það.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á áhrifavalda og bæta sýn á íslenskunám fullorðinna innflytjenda með von um áframhaldandi framþróun í þeim málefnum. Til að varpa ljósi á rannsóknarefnið var leitað í smiðju félagslegrar hugsmíðahyggju. Þær kenningar sem lágu til grundvallar voru kenningar félagsfræðingsins Bourdieu um félagslegan auð og menningarauð og auk þess þríliða námskenning menntunarfræðingsins Illeris um það hvernig nám á sér stað. Einnig var stuðst við umfjallanir Knowles, Brookfield og Wlodkowsky um hvað einkennir fullorðinn námsmann, menningarlegt sjónarhorn og hvata.
    Sagt er frá upplifun sjö fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi á Íslandi. Rannsóknin var eigindleg, framkvæmd á tímabilinu 9. október 2009 – 22. febrúar 2010 og stuðst við etnógrafískt rannsóknarsnið. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa allir einbeittan vilja til að aðlagast íslensku samfélagi þar sem þeir vildu vera hluti af heild. Þó sýndu niðustöður að upplifun viðmælenda minna í íslenskunámi var misjöfn og leiðir þeirra sömuleiðis. Helstu áhrifavalda töldu þeir vera takmarkaðir möguleikar þeirra á samskiptum á íslensku. Við komu sína til landsins þurftu viðmælendur að bæta fyrir tap á félagslegum auði og menningarauði. Utanaðkomandi áhrifavaldar eins og vinnustaður og tengslanet höfðu mikið að segja varðandi hvata viðmælanda til að læra tungumálið.
    Draga má þá ályktun að til að stuðla að námi í íslensku fyrir fullorðna innflytjendur, þarf að veita þeim tækifæri í samfélaginu, á vinnustað eða á námskeiðum sem miða að því að byggja upp félagslegan auð þeirra. Jafnframt að gera þeim kleift að viðhalda menningarauði sínum og trú á eigin getu í nýju samfélagi.
    Lykilorð: Innflytjendur, íslenska sem annað tungumál, íslenskukennsla fyrir útlendinga, fullorðnir námsmenn.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég vil vera ég.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna