EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5772

Title
is

„Maður verður að vera með mismunandi aðferðir vegna þess að fólk er bara mismunandi“ : kennsluaðferðir og faglegt sjálfstraust nýliða í tungumálakennslu á framhaldsskólastigi

Abstract
is

Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í reynslu nýliða í tungumálakennslu á framhaldsskólastigi. Markmiðið er að fá innsýn í hvaða kennsluaðferðum nýliðarnir beita og hvernig þeir upplifa að faglegt sjálfstraust, eða skortur á því, efli eða hamli þá í að beita þeim kennsluaðferðum sem þeir helst vildu. Rannsóknin var gerð á vorönn 2010 og eigindleg aðferðafræði var notuð við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Gögnum var safnað með viðtölum við þrjá nýliða í tungumálakennslu á framhaldsskólastigi, vettvangsathugunum og sjálfsmatsrömmum sem lagðir voru fyrir kennarana. Helstu niðurstöður eru þær að nýliðarnir beita nokkuð mismunandi kennsluaðferðum. Þeir segjast þó allir leggja áherslu á að tala markmálið í kennslustundum en það virðist ganga misvel þegar á hólminn er komið. Kennararnir telja að faglegt sjálfstraust þeirra hafi aukist jafnt og þétt eftir að þeir hófu kennslu. Það hafi m.a. hjálpað þeim að halda þeirri áherslu á kennsluaðferðir sem þeir vilja beita. Niðurstöðurnar benda einnig til að miðað við reynslu þessara nýliða þurfi að bæta úr stuðningi við nýliða í kennslu og huga þurfi að endurbótum og lengingu á kennslufræðihluta fagkennara.
Lykilorð: Nýliðar, faglegt sjálfstraust.

Accepted
24/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
M.Ed. ritgerð Áslaug Harðardóttir.pdf412KBOpen Complete Text PDF View/Open