is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5800

Titill: 
  • Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri : hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hverjar starfsaðferðir fjögurra leikskólastjóra væru þegar grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi á leikskólabörnum. Kannað var hvort lífsgildi og stjórnunarstíll hefðu áhrif á hvernig þeir tækju á slíkum málum. Jafnframt var kannað hvort munur væri á þekkingu starfsfólks eftir því hvort leikskólarnir gæfu sig út fyrir að hafa sérþekkingu á málefninu eða ekki.
    Þátttakendur voru fjórir leikskólastjórar með rúmlega 20 ára starfsreynslu ásamt 85 starfsmönnum þeirra. Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð til að kanna þekkingu og aðferðir leikskólastjóra. Einnig var megindlegri aðferð beitt þar sem gátlisti var lagður fyrir starfsfólk til að kanna þekkingu þeirra á kynferðisofbeldi.
    Helstu niðurstöður sýndu að leikskólastjórarnir höfðu allir skýrar reglur um hvað ætti að gera þegar grunur um kynferðislegt ofbeldi kæmi upp og töldu að ábyrgðin væri þeirra að taka á málinu. Þeir lögðu mikla áherslu á að nýta reynslu starfsfólks síns og dreifa ábyrgðinni á fleiri eftir því sem við átti. Leikskólastjórarnir töldu gildi og stjórnunarstíla sína hafa áhrif á hvernig þeir tækjust á við þessi mál. Niðurstöður sýndu að marktækur munur var á grunnþekkingu starfsfólks á kynferðisofbeldi eftir því hvort leikskólarnir gáfu sig út fyrir að hafa sérþekkingu á málefninu eða ekki.
    Þótt ekki sé hægt að alhæfa um þekkingu og nálgun leikskólastjóra almennt út frá þessari rannsókn þá sýndu niðurstöður að leikskólastjórarnir voru vel upplýstir og tóku ábyrgð á þeim málum sem upp komu. Hins vegar kom einnig fram að nauðsynlegt væri fyrir þá að treysta á starfsfólk sitt til þess að bera kennsl á þau börn sem hugsanlega væru þolendur kynferðisofbeldis. Því má ætla að ekki sé nægilegt að leikskólastjórar séu þeir einu sem sérþekkingu hafi á málefninu. Öflug fræðsla á meðal leikskólastarfsmanna er því nauðsynleg í þeim tilgangi að bera kennsl á þau leikskólabörn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að bera kennsl á kynferðisofbeldi.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna