is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5811

Titill: 
  • Efling heilbrigðisvitundar barna: heimildasamantekt um forvarnir gegn vaxandi tíðni ofþyngdar og offitu barna með áherslu á hlutverk hjúkrunarfræðinga við að efla heilbrigðisvitund og hvöt til breytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Yfirþyngd og offita barna og unglinga hefur verið vaxandi vandamál í heiminum síðustu áratugi og talið er að um 20% íslenskra barna og unglinga séu yfir kjörþyngd. Í þessari heimildasamantekt var leitað svara við því hvernig takast megi á við vaxandi tíðni ofþyngdar og offitu barna með megináherslu á hlutverk hjúkrunarfræðinga. Heimildir voru fengnar í fræðitímaritum, bókum og af vefsíðum stofnanna. Fjallað var um ofþyngd og offitu barna, skilgreiningar, orsakir, afleiðingar og leiðir til úrbóta með áherslu á umfjöllun um forvarnir og heilbrigðan lífsstíl. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki á sviði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu til barna og foreldra og góð samvinna er mikilvæg til að árangur náist. Fræða þarf börn um hollt fæðuval, mikilvægi reglulegrar hreyfingar jafnframt því sem takmarka þarf kyrrsetu og tíma sem eytt er við skjá. Ýmiskonar fræðsluefni er aðgengilegt á veraldarvefnum. Samstarf fagfólks og foreldra er mikilvæg forsenda þess að varanlegur árangur náist. Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu og skólahjúkrun eru í lykilaðstöðu til að vinna með fjölskyldum, greina þyngdaraukningu barna, vinna að forvörnum og geta haft jákvæð áhrif á lífsstíl. Skilningur á upplifun foreldra og barna er mikilvægur. Foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir vandamálinu og börn upplifa þyngd sína oft ekki í samræmi við raunverulega þyngd og ósamræmi getur verið á milli heilbrigðisþekkingar og heilbrigðishegðunar. Kenningar um ferli breytinga leggja áherslu á að mæta þurfi hverjum og einum þar sem hann er staddur í breytingarferlinu og hvatningarviðtöl hafa reynst gagnleg til að virkja hvöt til breytinga í tengslum við heilbrigðistengdar lífsstílsbreytingar.
    Heilsueflandi lífsstílsfræðsla er mikilvægt verkefni og efling heilbrigðisvitundar verðugt markmið. En góðar heilbrigðisvenjur á unga aldri auka líkur þess að einstaklingur temji sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efling_heilbrigdisvitundar_barna.pdf354.56 kBOpinnEfling heilbrigðisvitundar barna - heildartextiPDFSkoða/Opna