is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5817

Titill: 
  • Líðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi: megindleg rannsókn meðal nemenda við Háskólann á Akureyri-
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Klínískt nám er mikilvægur hluti af hjúkrunarfræðinámi þar sem nemar fá tækifæri til að samþætta bóklegt nám og verklega færni. Í skólaumhverfinu er aðaláherslan lögð á nemandann og hans nám en á heilbrigðisstofnun er umönnun sjúklinga miðdepill starfseminnar.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá mat nemenda í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri á klínísku námsumhverfi og um leið öðlast betri innsýn í hvað hefur áhrif á líðan þeirra í klínísku námi. Einnig að þýða og forprófa CLES+T spurningalistann um klínískt námsumhverfi og kanna hvort hann falli að skipulagi klínísks náms eins og það er við Háskólann á Akureyri.
    Notast var við lýsandi rannsóknaraðferð, sem er ein tegund megindlegra rannsóknarforma. Leyfi var fengið frá höfundi spurningalistans um að þýða hann úr ensku yfir á íslensku og leggja fyrir þátttakendur. Þýðið var 2., 3. og 4. árs hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri vorið 2010, eða 137 nemar. Alls svöruðu 87 þátttakendur spurningalistanum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að innra réttmæti spurningalistans í íslenskri þýðingu er hátt. Eins kom fram að almenn ánægja ríkir varðandi það hvernig staðið er að klínísku námi við Háskólann á Akureyri. Samband nema við klíníska kennara sína hefur hvað mest áhrif á líðan þeirra í klínísku námi en ekki var fylgni við aðra þætti sem kannaðir voru, svo sem aldur nema, námsár og það hvort nemar séu í staðar- eða fjarnámi.
    Rannsakendur vonast til að niðurstöðurnar stuðli að bættum gæðum klínísks náms fyrir þá sem að því koma, gefi sérfræðikennurum og klínískum kennurum betri mynd af upplifun nema af klínísku námi og að þær nýtist til að bæta námsumhverfi og til stuðnings fyrir nemendur.
    Lykilorð: Klínískt nám, klínískur kennari, sérfræðikennari, líðan hjúkrunarfræðinema, CLES+T.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útdráttur.pdf5.98 kBOpinnLíðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi - útdrátturPDFSkoða/Opna
Líðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi.pdf920.96 kBLokaðurLíðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi - heildPDF
Heimildaskrá.pdf86.07 kBOpinnLíðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf68.82 kBOpinnLíðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf109.73 kBOpinnLíðan hjúkrunarfræðinema í klínísku námi - forsíðaPDFSkoða/Opna