is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5829

Titill: 
  • Hver eru markmið og aðferðir í músikþerapíu og tónlistarkennslu á leikskólum? : eru þau að einhverju leyti samræmanleg?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er að skoða markmið og aðferðir tónlistarkennslu á leikskólum og markmið og aðferðir músikþerapíu og hvort þessar greinar samræmist með einum eða öðrum hætti. Starfsgreinin músikþerapía verður kynnt og áherslur tónlistarstarfs í leikskólum verða einnig kynntar.
    Hugmyndir frumkvöðla í leikskólastarfi og tónlistarstarfi eru ekki svo ólíkar, þeir eru allir á þeirri skoðun að tónlistaruppeldi sé mikilvægt fyrir þroska barna á einn eða annan hátt. Barn er ekki fætt með tónlistargáfu heldur er tónlistin eitthvað sem barnið þroskar og þróar eftir því hvernig örvun það fær í uppeldinu. Í Aðalnámskrá leikskóla segir að leggja skuli áherslu á að öll börn í leikskóla fái ríkuleg tækifæri til að iðka og njóta fjölbreyttrar tónlistar. Þá er lögð sérstök áhersla á hlustun, söng, hreyfingu og leik með hljóðgjafa. Hvernig eru leikskólar að sinna því?
    Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni: ,,Hvert eru markmið og aðferðir í músikþerapíu og tónlistarkennslu á leikskólum? Eru þau að einhverju leyti samræmanleg? Einnig verður reynt að svara spurningunni með því að skoða námskrár leikskólanna Hörðuvalla, Stekkjaráss og Urðarhóls. Tekin voru viðtöl við Birte Harksen tónlistarkennara leikskólans Urðarhóls og viðtal við músikþerapistann Jónu Þórsdóttur en hún starfar á Tónstofu Valgerðar.
    Niðurstöður sýna að þessar starfsgreinar eiga margt sameiginlegt bæði hvað varðar aðferðir og efnivið, einnig eru hluti námsgreina sameiginlegar í þessum starfsstéttum. Músikþerapía ætti vel heima á öllum leikskólum því hún getur nýst bæði starfsfólki og börnum.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver eru markmið og aðferðir músikþerapíu og tópnlistarkennslu í leikskólum.pdf522.93 kBOpinnHver eru markmið og aðferðir í músikþerapíu og tónlistarkennslu á leikskólum? Eru þau að einhverju leyti samræmanleg?PDFSkoða/Opna